Kirkjublaðið - 01.07.1892, Side 2
iíi
Langítarlegast og rækilegast var nefndarálitíð úr ÁrncsS-
próf.d., og voru höfundar að því sr. Valdimar Briem, sr.
Sæmundur próf. Jónsson og sr. Isleifur Gíslason. All-
langar umræður urðu um málið. Auk bp. töluðu þeir
Þórarinn próf., lektor Helgi, sr. Valdimar, sr. Jens, Guð-
mundur próf. Helgason o. fl. Þeir sr. Þórarinn og sr.
Helgi töluðu í íhaldsstefnuna. Hinn siðari óskaði að fá
aptur upp tekið ýmislegt af hinum gömlu helgisiðum, sem
skynsemistrú 18. aldarinnar sópaði burtu. Guðmundur
próf. lagði áherzlu á það, að prestum og söfnuðum gæfist
kostur á að kynna sjer og kveða upp dóm sinn um hina
endurskoðuðu handbók, áður en hún yrði leidd í lög.
Samþykkt var að kjósa 3 manna nefnd til aðstoðar
biskupi við að undirbúa málið undir synodus að sumri,
og voru þeir kosnir, sr. Þórhallur, sr. Valdimar og sr,
Helgi lektor.
f annan stað skýrði bp. frá undirtektunum viðv. fjölg-
un texta, og höfðu flestir hjeraðsfundir hneigst að fullu
textafrelsi af prjedikunarstól, að undanteknum hátíðum
og bænadögum. Því máli var vísað til handbókarnefnd-
arinnar.
Því næst lagði bp. fram skýrslur um messur og alt-
arisgöngur 3 síðastliðin ár, mjög svo eptirtektarverðar.
Bp. skýrði frá, að messuyfirlitin væru nú lögð fyrir
hjeraðsfundina til athugunar. Bp. kvaðst mundu senda
Kbl. stutt ágrip af skýrslum þessum. Að gefnu tilefni
upplýstist, að messuföll höfðu verið sárfá í Utskálapresta-
kalli síðastliðin ár.
Próf. Þórarinn Böðvarsson skýrði frá, að hann hefði
samið frumvarp til laga um Idrlcjur. Sami bar fnim frum-
varp til laga um hið innra skipulag hinnar islenzlcu þjöð-
Tcirkju.
Samþykkt var með öllum þorra atkv. 3 manna nefnd
til þess ásamt stiptsyfirvöldunum að íhuga bæði málin
fyrir næsta synodus. Kosnir voru sr. Þórarinn, sr. Ei-
ríkur og sr. Þorkell.
Lektor Helgi Hálfdánarson fiutti erindi viðvíkjandi
trúarvörn vorri: Bezta trúarvörnin gegn vantrúnni væri
að halda sjer beint við orð sjálfs frelsarans og segja eins