Kirkjublaðið - 01.07.1892, Síða 11

Kirkjublaðið - 01.07.1892, Síða 11
125 Áheitin á Strandarkirkjn fara stöðugt vaxandi, — 451 kr. 75 a. síðara missirið f. á. Forðum daga kvað biskup það upp í lögrjettu, að öllum mönnum skyldu vera leyfð áheiti við hinn sæla Þorlák biskup, en nú hefir þjóðin sjálf, á 19. öld, tekið sjer leyfi að heita á kyngikrapt sjera Eiríks gamla á Vogsósum, því að hans mun kirkjan njóta. Ekki svo fáir prestar eru farnir að anda á móti á- heitunum, sumir hafa haft við orð að senda Kbl. greinar- stúf um þau. Ritstj. vill taka af þeim ómakið með því að eyða einni síðu til að reyna að beina þessum áheitum eða gjöfum í aðra átt. í sjálfu sjer er það frá evangelisku sjónarmiði mjög viðsjárvert að vinna Guði það heit, að gefa eitthvað til hans þakka, verði að óskum manns; það er eitthvað svo kaupskaparlegt. — Hjer er auðvitað átt við syndlausar óskir. — En eigi skal frekar farið út í það; látum enda slíkar gjafir helgast af þeirri sannkristilegu hugsun, . að velgjörðir Guðs knýji manninn aptur til velgjörða. Við- sjárverðast við Strandarkirkju-gjafirnar—vilji menn nefna áheitin með því nafni -— er það, að á er kominn einhvers konar átrúnaður á sjálfa kirkjuna, sem er rammasta katólska. Amælislausir sjeu þeir, sem við hafa tekið áheitun- um til þessa. Áheitin hljóta að berast þeim sem gjafir til Guðs þakka, sem skylt er að taka á móti. En þeim hefir vart komið til hugar, að prentuðu blaða-auglýsing- arnar hafa mest aukið gjafirnar. Frá sjónarmiði Kbl. er það sama sem að auka átrúnaðinn, og því værlæskilegt, að móttökumenn gjafanna veldu aðra kvittunaraðferð til gef- endanna, þó að prentaða auglýsingin sje auðvitað hand- hægust. Það er í hverju einasta prófastsdæmi á landinu ein- hver sannþurfandi kirkja. —Strandarkirkja nýbyggð með 5—6000 kr. í sjóði er sízt allra gjafaþurfi —, það er allt um kring,—svo er fyrir þakkandi,— góður fjelagsskapur og þarfar stofnanir, sem vanta fje og fátæka höfum vjer jafnan hjá oss, ef vjer roeð sjerstakrí gjöf—vel aðmerkja

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.