Kirkjublaðið - 01.07.1892, Page 3

Kirkjublaðið - 01.07.1892, Page 3
ííé og lærisvöinar Pýþagórasar forðurn: »Hann sagði það sjálfur«. Væntanlega íiytur Kbl. þetta erindi síðar. Biskup talaði því næst um hreinleik kenningarinnar, einkum í tilefni af framkomu sjera Matthíasar. Nokkrar umræður urðu um það mál. Bp. skýrði frá afskiptum sínum af því máli. Kl. 4 var fundi slitið. Kvöldfundur var settur kl. 81/*, þá viðstaddir 21. Helgi lektor Hálfdánarson fiutti fyrirlestur nm helgi- siði, og var gerður góður rómur að. — Aptur varð ekki af fyrirlestrþ sem sjera Olafur í Guttormshaga ætlaði að fiytja, hefði hann getað sótt fundinn. Sjera Jens Pálsson hreyfði síðan kristniboðsmdlinu, skýrði frá, hvað málinu hefði miðað áleiðis frá því í fyrra. Um tvennt væri að ræða, kristniboð meðal heiðingja, og samskot til hins væntanlega lúth. skóla kirkjufjelagsins íslenzka í Vesturheimi. Sjera Helgi lektor Hálfdánarson taldi mestu tormerki á kristniboði meðal heiðingjanna; bæði væri fátækt landsins mikil, en þó væri einkanlega ástandið núna svo hræðilegt víða í kristnum löndum, að það væri líkast því, sem »ræningjar væru að taka að sjer börn til uppeldis«, þegar slíkir kristnir menn tækju heiðingja inn í sitt trúarfjelag. Því væri víst víða full ástæða til, að iáta staðar numið um stund með kristniboð á meðal heiðingja; tímarnir til slíks hefðu og jafnan verið misjafnlega hentugir. Aptur var sjera Helgi meðmæltur samskotum til Vestur-ísl., sömul. bp. en sem þeir vildu eigi kalla kristniboð. Sjera Þorkell mælti kristniboðs- málinu bót. Ekki var leitað atkv. um málið. Bp. minntist trúarboðsstarfsemi Runólfs Runólfssonar meðal íslenzkra mormóna í Utah og skoraði á viðstadda presta að leita dálítilla samskota hjá söfnuðum sínum til að styðja Runólf; var því vel tekið. Síðasta málið á dagskrá var bindindismálið Sjera Jó- hann Þorkelsson var frummælandi. Bp. las up ávarp til andlegrar stjettar manna og skýrði frá stefnu þess. Ýmsir

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.