Kirkjublaðið - 01.07.1892, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.07.1892, Blaðsíða 16
128 móti Njólu. Ekki spruttu heldur kviðlingar þeírra sjera Jóns á Bergstöðum og hans iit af kappræhu. Þeir spruttu út af þessum hænarorðum, sem presturinn hafði vanalega mælt fram, þegar hann kom upp í stólinn: »Náð og friður af Guði föður og syni sje með yður ölluin hjer saman kommimi. Þetta heyrði Niels, því hann var við messu hjá honum, og heíir ef til vill verið húinn að frjetta, að sjera Jón var einn af aldamótatrúarmönnum........ Að hinum eldri mönnum haíi þótt »mesta óhæfa og guðleysi, að hera nokkrar brigður á eilífa glötun«, eins og Njóla gjörði, er heldur ekki rjett. Jeg man vel, hvað þeir fundu að kenningu hennar. Þeir sögðu, að hún væri mjög líkleg til að auka andvara- leysi hjá þjóðinni; heyrði jeg sagt, að nokkrir hefðu skrifað Gunn- laugsen það sjálfum. Þar á meðal var Jón Sigurðsson á Brún í Svartárdal, alþekktur gáfumaður hjer nyrðra. Sýnir svar Gunnlaug- sens upp á brjef Jóns, að hverju hunn heíir fundið; það hyrjar þannig: »Það er einkum þrennt, sem minn heiðraði og velgáfaði lesari heldur að í Njólu minni veki andvaraleysi hjá fólki, nefnilega setn- ingin: »Gæðin hvíla illu á«. Annað vísan: »Eilíf hegning annað mun, en útskúfun fullgerða*. Þriðja: Dæmin um hann Júdas Is- karíot og jafnvel það, sem drepið er á forlögin*. Af þessu er auðsætt, að það var andvaraleysið, sem Jón óttað- ist, og hið sama heyrði jeg á mörgum af hinum eldri og skynsam- ari mönnum. Að trúarástandið nú sje að sumu leyti betra, en það var áður, skal jeg láta ósagt. En að trúin fyrrum haíi verið »einskonar spari- húnaðr í kveld- og morgunbænum, húslestrum, kirkju- og altaris- göngúmí þykir mjer nokkuð harður dómur. Eigi hefði jeg heldur viljað, að trúræknin fyrrum væri í nokkru gjörð hlægileg, því hún var hjá mörgum sprottin af kristilegu lífi, og hafði blessunarrík áhrif á breytni þjóðarinnar. ó. S. -----3se------- Brauð veitt. Landshöfðingi veitti 11. f. m. Stað í Steingríms- firði kandíd. Hans Jónssyni, eptir kosningu safnaðar. Prestvígðir sunnud. 12. f. m. kandídatarnir Emil Guðm. Guð- mundsson að Kvíabekk og Hans Jónsson að Stað í Steingrímsfirði. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. Isl. í Y.-h., 12 arkir, 7. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Yerð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land. Sæbjörg, mánaðarblað með myndum, 1. árg. Ritstj. sr. 0. V. Gíslason. Send bjargráðan., hjer 1 kr. 50 a., erl. 2 kr. Afgr.st. Isaf. Kirkjublaðið, 2. árg., c. 15 arkir, 1 kr. 50 a. Hjá flestöllum. prestum og hóksölum. Borg. f. 15. júlí. — Erl. 2 kr., í V.-h. 60 cts. RITSTJÓRI: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. Prentad i teafoldar prentimiðju. Reykjavik. tssi.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.