Kirkjublaðið - 01.07.1892, Blaðsíða 6
118
ans fleygja stöðugt nýjum öldum inn í hugsunarlíf mann-
anna; hver lærdómsaldan rekur aðra með nýjum og apt-
ur nýjum boðskap. Hinn óendurfæddi mannkynsandi leit-
ar að nýjum og öruggari ástæðum fyrir efablendni eða
vantrú sinni. Vantrúarstraumarnir taka nýjar stefnur og
breiða sig út í ýmsum myndum, og ungir og gamlir,
lærðir og ólærðir, verða á vegi þeirra. Hinn óendur-
fæddi mannsandi vill allt annað en kristindóm. Hans boð-
skapur heitir framrás, heimsmenning, »humanitet« (mann-
úð) o. s. frv., og sem eðlilegt er, er hjer engum eins mikil
hætta búin sem hinni uppvaxandi kynslóð, og hættan er
því meiri, sem heimurinn opt fær framúrskarandi krapta
og hæfilegleika í sína þjónustu. Það má nú að visu segja,
að vantrúarstraumarnir fari hægt hjá oss, það eru mest
undirstraumar, en öndvegissúlur hinnar vantrúuðu heims-
menningar eru ef til vill á leiðinni, og sumstaðar hafa
þær rekið á land, svo allan varhuga þurfum vjer að
gjalda þeim. En því meir sem heimurinn starfar mbti
Krists kirkju, því margbreyttari nýjungar sem fram koma
í gleðiboðskap holdsins, því starfsamari verður kirkjan
að vera. Eptir mótstöðunni verður hún að haga fram-
sókn sinni. Því fastákveðnari sem fjelagsskapurinn er í
heimsins þjónustu, því ákveðnari fjelagsskap verður kirkju-
fjelagið að beita í smáu og stóru. Ef nú sá fjelagsskap-
ur, sem þar er stofnaður, er í sannkristilegum anda, ef
hann fram kemur og myndast samkvæmt þörfum og kröf-
um tímanna, sje það hans mark og mið, að upplýsa og
staðfesta kristna menn i trúnni og að kenna þeim að vinna
saman í einum kærleiksanda, þá hlýtur slíkur fjelags-
skapur að vera máttarstoð kristindómsins. Það er svo
langt frá því, að kirkjufjelagið hafl ýmigust á honum, að
það miklu fremur tekur við honum með feginshendi og
styður hann og eflir á allar lundir. Hann bendir ekki
á annað, en andlegan þroska kirkjufjelagsins sjálfs. Þó
að þessi fjelagsskapur kunni að vera nýr 1 kirkjufjelagi
voru, já, þó hann hafi aldrei heyrzt á voru landi Islandi,
þá á ekki við að hrinda honum frá sjer sem nýmóðins
og útlendum, ef menn vita, að hann hefir verið kristin-
dóminum til stuðnings og eflingar í öðrum landskirkjum.