Kirkjublaðið - 01.07.1892, Side 7

Kirkjublaðið - 01.07.1892, Side 7
119 Að einskorða kirkjufjelagið svo, að það raegi ekki hafa aðrar hreyfingar en með lögákveðnu formi, það er að hanga í bókstafnum. Það er einmitt margbrotinn fjelags- skapur í kirkjufjelaginu um ýmislegt, sem kristslíflnu við kemur, sem oss er svo mjög áríðandi, og til þessarar meðvitundar erum vjer nú að vakna. Vjer skiptum ekki Kristi í sundur, þó vjer gefum kristindómslíflnu ýmsar kærleiksstefnur, eptir því sem ástandið heimtar það og samvizka vor knýr oss til. Ef ekkert væri í kirkj- lífinu, ef engin tilbreytni væri i kristilegum kærleiks- hreyfingum, ef menn væru svo fastir í hinum gömlu form- um, að ekki þætti ráðlegt t. a. m. að halda fyrirlestra, kristilega vekjandi og fræðandi; ef það þætti viðsjárvert, að stofna »fjelög í kirkjufjelaginu«, önnur eins fjelög og hin umtöluðu unglingafjelög með þeim aðaltilgangi, að varna skaðlegum áhrifum heimsins frá nýkristnuðum ung- lingum, af því þau væru útlend eða af falskri ímyndun um, að þau gætu ekki »að svo stöddu« þrifizt hjá oss, þá má búast við, að það gangi ekki betur með annan fje- lagsskap, og að vjer á endanum verðum fjarskalega langt á eptir. Vjer getum að minni meiningu óhræddir aðhyllzt hverjar einar nýjungar, sem sprottnar eru af kærleiksrót. Þær geta ekki annað en lífgað og fjörgað vort kirkjufje- lag. Hið nýja boðorð, sem Jesús Kristur gaf oss, er það, að vjer skulum elska liver annan, og elskan er lögmáls- ins uppfylling. Hjörl. Einartson. Utanbókarnám barnalærdómsins vilja sumir hætta við, en sumir vilja halda því. Hvorir- tveggja hafa sínar ástæður: Mikið utanbókarnám getur ofreynt minni ungra barna og sljófgað skilning þeirra,og það er nauðsynlegt, að sjá við þeirri hættu. En hjá flestum börnum þroskast skilningurinn miklu seinna en minnið, og jafnvel fullorðnir skilja að eins það, sem minnið er þegar búið að grípa. Skilningur ungling- anna þroskast enn meir eptir fermingaraldurinn en fyrir

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.