Kirkjublaðið - 01.07.1892, Qupperneq 4
töluÖu með og móti bindindisaöferðinni til útrýmingar of-
drykkju. Engar tillögur lágu fyrir.
Fundi var slitið hálfri stundu eptir miðnætti.
Sjera Stefán Thorarensen.
fTil ekkju hans).
Slá tóninn djúpt, svo ómi húsið hreina
og hjartað svari: »Tómleiksstundu þessa
jeg þekkti opt, á meðan hann fór að messa,
hinn ljúfi, góði, og ljet mig eptir eina*.
Slá vonar-tóninn, hugann láttu hressa
það hymna-lag, sem nær til innstu meina;
nú hallast sól að sölum öldureina:
Guðs söfnuð er nú vinur þinn að blessa!
Slá trúar-tóninn, líftón allra lýða,
þá leiptrar stjarna, dagsins birtu skærri,
á meðan nóttin nöpur er að líða.
Slá eZsÆM-tóninn, djúpa, himnum hærri,
sem helið vorrar jarðar á að þíða,
og þá er ávallt einkavin þinn nærri.
Matth. Jochwn88on.
-------------
Um fjelagsskap i kirkjufjelaginu.
Án þess að fara nokkuð út í það, hvað málefni það,
sem skólamaðurinn hóf fyrst máls á í okt.bl. »Kbl.« f. á.,
hefir grætt við það, er fyrst jeg og síðan prófastur síra
Þórarinn Böðvarsson höfum um það skrifað, vil jeg að
eins stuttlega láta meiningu mína íljósi um það, sem minn
háttvirti bróðir segir um unglingafjelög þau, er jeg hefi
haldið fram að framför væri í að stofna, og það, sem
hann í sambandi við það talar um »fjelög í kirkjufjelag-
inu«.— Jeg tek það fram, að jeg sendi ekki »Kbl.« línur
þessar til að svara athugasemdum hr. próf. um ritkorn
mitt, eða til að gjöra athugasemdir við hans athugasemd-