Kirkjublaðið - 01.07.1892, Síða 10
122
skuluð fara hjeðan friir og frjálsir. Jeg ber alla yðar
synd og dauða og helvítis kvalir á sál minni og likama;
nú ert þú ekki lengur syndarinn, heldur jeg; jeg geng í
þinn stað; þú hefir ekki syndgað, heldur jeg. Á mjer
skulu hvila allar syndir yðar, en ekki á sjálfum yður.
Þýtt heíii- S. B.
■-----------—
Yfirreib biskups í sumar.
Biskup ráðgjörir að fara af stað 8. júlí, vera kominn
norður á Akureyri 16., og væntanlega koma að máli við
prófastana í llúnav., Skagafj. og Eyjafj. próf.dæmum á
norðurleið meðal annars til að ráðast um við þá, hvort
gjörlegt muni að koma á prestafundum í þessum próf.-
dæmum á suðurleiðinni, og, verði af því, þá að ráðstafa
samkomunni.
Sunnudaginn 17. júlí áformar biskup að byrja vísi-
tazíuna að Svalbarði á Svalbarðsströnd og halda henni
áfram næstu vikur í þessari röð og á þessum kirkjum:
Laufási, Grenivík, Þönglabakka, Flatey, Draflastöðum, 111-
ugastöðum, Hálsi, Ljósavatni, Lundarbrekku og Skútu-
stöðum, eina kirkju á hverjum degi; því næst aðReykja-
hlíð, Víðihóli, Sauðanesi,Svalbarði,Ásmundarstöðum, Prest-
hólum, Skinnastöðum, Garði, Húsavik, Þverá, Einarsstöð-
um, Grenjaðarstað, Nesi og Þóroddstað. Það verða 25
kirkjur en 15 prestaköll á samtals 25 dögum, verði áætl-
un haldið, eða bæði Þingeyjarprófastsdæmin, allar kirkj-
urnar, að undanskildri Möðrudalskirkju, sem búizt er við
að verði í byggingu í sumar.
I Þingeyjarsýslu hefir eigi verið vísiterað síðan Stein-
gr. biskup Jónsson fór þar um 1828 og vísiteraði flestar
kirkjur, nema Flateyjar- og Nesskirkjur og Ásmundar-
staða, því að þar var þá eigi komin kirkja. Viðihóls-
kirkja var þá eigi heldur til. Aptur voru þá kirkjur að
Múla, Helgastöðum, Eyjadalsá og 2 kirkjur í Höfða-
prestakalli: að Höfða- og Grýtubakka, þar sem nú er að
eins ein í Grenivik. Fjallaþing voru þá og eigi til sem
sjerstakt prestakall.