Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 9
25 Nei, fáíð þeim ekki kveríð fyrst um sinn. En fáið þeim aðra bók — það er bók, sem er að jeg vona til á öllum bæjum á landinu — en því miður til, en ekki meira, það er Nýja-Testamentið — það eru guð- spjöllin — það er sagan af Jesú Kristi. Hver er hann? Það var hann, sem var barn eins og þau, óx upp °g ólst upp eins og þau, lærði eins og þau, og þótti seinna svo vænt um þau, að hann sagði: Leyflð börnun- uni til mín að koma og bannið þeim það ekki — hver sem ekki meðtekur guðsríki eins og barn mun aldrei Þangað koma— og sem faðmaði þau að sjer og blessaði þau. Það var hann, sem læknaði þá sjúku, saddi þá hungruðu, huggaði þá hryggu, og tók upp á sig refsing- unga fyrir þá vondu, og bauð þeim að hætta að vera Vondir, og' breyta eins og hann. Segið þeim um hann, sem ekki kunna að lesa, en látið þau, sem eru læs, lesa um hann. Þá fara þau að sjá, að hann er góður, og fer að þykja vænt um hann. Útvegið þeim bíflíusögur, og látið þau læra þar um hann. Munið eptir því, að það er Jesús, sem er hið fyrsta °g síðasta, hann er upphafið og endirinn, og allt það sem Þar er á milli. Það er að þekkja hann — að eins hann, — aðalefnið, öest annað í þeim efnum eru smærri atriði, sem að eins er raðað utan um hann. Gramla-Testamentið er formálinn — Postulasagan er eptirmálinn — hitt er höfuðefnið — Jesús Kristur, hinn guðsmurði frelsari. Kennið þeim því biflíusögurnar þegar tekur að lengja daginn — og ef þjer gerið það rjett, og látið Ijós, líf og anda frá yðar eigin hjörtum verma orð yðar og fræðslu, þá skuluð þjer sjá, að það birtir einnig daginn í hjörtum barnanna. Stjarnan frá austri heflr orðið þeim björt eins °g sól; hún heflr hækkað á lopti í hjörtum .þeirra. En svo, er þau hafa lært að þekkja hana, megið

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.