Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 2
82 Við þessa menn segi jeg: Grott og vel, bræður, hvað er yður ríkast í huga? Kveðið upp með það og sjáum síðan7 hvort svoiítil kristniboðshluttaka stendur í vegi fyr- ir þeim framkvæmdum, sem þjer kjósið íyrstar og fremst- ar. Kærleikurinn byrjar heirna, segir enski málshátturinn, en hvar eru honum sett endimörk? I annan stað eru andmælin sjerstaklega þessi: Kristniboðið mistekst svo hraparlega víðast hvar, ber svo sáralitla ávexti, það kann enda að virðast á sumum stöðum verða til ills eins. Við þá menn segi jeg: Bendið mjer á eitthvert land utan kristninnar, þar sem siðlegt fjelagslíf er viðurkennt og löghelgað og menning þrífst. Hvaðan stafa yfirburðir hiuna kristnu þjóða? Hver er vitnisburður mannkyns- sögunnar? Skyldi áhrifavald kristindómsins á hið siðlega fjelagslíf þjóðanna vera að engu orðið? Það er sjerstaklega þessari síðarnefndu mótbáru, sem Kbl. mun svara rækilegar, með því við og við að flytja sem áreiðanlegastar frjettir af kristniboðsstarfsemiinni í heiminum. Handbókarendurskoðunin var töluvert rædd í Kbl., meðan það mál var að komast á skrið. Reyndar ljetu ekki aðrir til sín heyra en þeir, sem breyta vildu að mun. Nú er málið í nefnd og. þýðingarlítið að rita um það að sinni, fyrri en nefndin sýnir einhver lífsmörk. Til eru þeir, sem láta einslega í ljósi kvíðboga fyrir því, að mál- ið sje nú út af dáið, úr því það komst í synodusnefnd —, þar liggja fleiri framkvæmdasporin inn en út, segja menn.— Kann að vera, en sá ótti er ástæðulaus. I þessu máli mega menn sízt vera bráðir. í hvaða landi sem slík • endurskoðun á sjer stað, tekur hún langan tíma. Breyt- ingamennirnir þurf'a vart heldur að óttast, að þeir hafi eigi sitt fram í ýmsum greinum. Bæði er það, að vjer höfum hingað til verið mörgurn örari í breytingum skyldra bóka, svo sem sálmabókar og barnalærdóms, og í annan stað voru hjeraðsfundir svo næsta samhljóða um sum breytingar- atriði, að fram hjá því verður eigi gengið. Sumt í breytingarkröfunum virðist óneitanlega frexnur að vera sprottið af rót dagtízkunnar, eu kristilegri lífsþörf og frels-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.