Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 15
koma rífnir og tættir, óhreinir og heilsnspílltír, Ííkari dýr- um en mönnum. Þeir hafa varla annað heyrt en blót og illmæli, hafa eigi annað reynt en barsmiði. Eptir nokkur ár eru þetta siðlegir unglitigar. Þetta myndasafn eitt saman nægir til að sýna, hve dýrðlegt þetta kærleiks- verk er. Það er kærleikur kristinnar trúarhetju, sem heldur þessari afardýru stofnun við dag frá degi. »Heimilin« hafa engar fastar tekjur, engin föst árstillög einu sinni, en gjafir góðra manna bregðast ekki. Kostnaðurinn er hátt á 2. milljón króna á ári. Það þaif trúarstyrk til að bera vandann at slíku. Vitanlega hefir stundum oröið þröngt í búi, en þá hefir jafnan borizt einhver hjálp. Einu sinni voru »heimilin« komin í 40,000 kr. skuld, og dr. Barnardo sá ekki fram úr því. Þá kom ókunnur maður, fátæklega búinn inn til hans, hann sagðist einu sinni hafa verið munaðarleysingi sjálfur, nú væri svo komið fyrir sjer, að hann gæti hjálp- að slikum aumingjum, og rjetti um leið dr. Barnardo þrjú brjefveski: »Þetta er handa drengjunum yðar, þetta er handa stúlkunum, og þetta er til bygginga«. I hverju veski voru 1000 pund (alls 54,000 kr.). I annað skipti stakk ókunnur maður að bonum á götu 600 pundum. Dr. Farrar, sem í fyrra reit um »heimili« dr. Barnardo í tímaritinu »The review of the churches«, og þetta er að mestu tekið eptir, segist hafa spurt dr. Barnardo, hvað hann tæki til bragðs, ef allt i einu brysti fje til þessara stór- kostlegu framkvæmda. Dr. Barnardo kvað sjer aldrei slíkt til hugar koma. Það er Guðs að sjá fyrir því, jeg held áfram því verki, sem hann hefir sett mig við, hann verður að sjá fyrir efnunum. »Heimili« dr. Barnardo eru bindindisheimili. Eigi var svo í fyrstu, því að dr. Barnardo hafði að eigin sögn framan af fremnr ótrú á bindindi, en svo breyttist það við það atvik, að hinn mikli mannvinur Shaftesbury jarl skoraði á dr. Barnardo að rannsaka undanfarið líf töku- barna smna, til þess sem gleggst að komast fyrir orsök- ina til eymdar þeirra, og þá reyndist, að 85 af hverj- um lOObörnum, sem dr. Barnardo hafði undir sinuihendi,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.