Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 5
85 tímurn. Fyrirmynd Krists kærleibsþjónustu lifir í anda en ekki í bókstaf. Hvað leggur kærleiksfyrirmynd Krists fvrir mig á mínum tíma hjá minni þjóð? Því verður hver að svara sjer sjálfur og leitast við að breyta eptir. Að ofdrykkjuböl sje á landi hjer eigi svo lítið munu allir játa, að það sje sjálfgefið kristilegt kærleiksverk að reyna að útrýma því,og að það sjerstaklega snerti prestinn eptir stöðu sinni munu og allir játa. Það er þá bara að- ferðin sem skiptar eru skoðanir um. Er það hófsemdar- leiðin eða bindindisleiðin sem hrífur bezt? Um það er- uni vjer sundurmála og það þyrftum vjer þá að ræða. Fjórir prestar hafa sent Kbl. ritgjörðir um þetta mál, sem allar halda fram bindindisaðferðinni, en jeghefi ekki tekið þær í Kbl, Jeg bíð þess fyrst um sinn að ein- hverjir vekjist upp til að mæla fram með hófsemdarað- ferðinni. .Teg veit að hjer eru svo skiptar skoðanir með- al prestanna, að jeg vil unna hvorumtveggju máls. Sjálfur mun jeg eigi að sinni leggja annað til þeirra mála en það, að láta Kbl. við tækifæri flytja grein um bind- indissamtök og bindindisstarfsemi presta á Englandi. Eitt ættu allir prestar að geta verið samtaka um, hvort sem þeir eru trúaðir á hina persónulegu bindindis- fyrirmynd eða eigi, og það er að styðja af alhuga alla löggjöf til takmörkunar vínsölu og vínveitinga. í þessari grein og tveimur hjer á undan hefir að nokkru verið getið ýmsra hinna merkari kirkjumála, sem komin eru á dagskrá hjá oss. Eitt mál er þó enn órætt, °g það er eigi hið vandaminnsta, það er um hið ytrafyr- 'rkomulag kirkjunnar. Um það verður þá síðasta greinin. Hvítasunnuvers. Þú andinn Guðs af himnum háum, þú hvítasunnu gjöíin dýr, æ, kom til vor, sem veikir þráum að verði oss gefinn kraptur nýr. Lát sælan mátt og sannleik þinn í sálir vorar streyma inn. B. H.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.