Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 8
vökvans, sera heldur þjer við í tölu lifandi manna; þaðan streymir hann út um allan líkamann, og færir honum vöxt og viðgang, það er hjarta þitt, sem þitt jarðneslca lif er undir komið, því að ef það hættir að slá er dauð- inn vís á svipstundu. — Ef þú verður hræddur eða hrökkur við — ef þú mæðist, eða reynir mikið á þig — ef þú heyrir, les eða hugsar eitthvað það, sem hrífur á huga þinn, svo að þú viknar við — ef þjer finnst þú lifna í anda, og brjóst þitt vermast hiýlega af einhverri ástúðlegri tilfinningu, svo að hugsun þin verður góð og þú flnnur að þú vilt það sama eins og Guð vill — ef þú iðrast eða þjáist af einhverri þungri hugraun, eða ef þú verður hrifinn af tign og elsku hins eina, sem í himninum býr, sem rúmast þar þó eigi— þá finnur þú ætið eitthvað berjast í brjósti þínu. Það slær út í líkama þinn og limu; æðar og taugar titra við, — það er titringur geðshræringarinnar. Þetta eru opt langgæð áhrif, stundum eigi nema um stund; en allt af kemur fram hið sama: það er hjartað, sem boðar sína ná- vist, sem segir þjer, að í þvi eru einnig rætur þíns and- lega lifs. í hjarta þínu býrallt það, sem í sjálfum þjerbýr; hugs- anir og hugrenningar, líf og tilfinningar, góðar jafnt sem illar, eru sprottnar upp frá rótum þess. Menn segja, að einn hafi gott hjarta, annar ekki; einn sje hreinhjart- aður, annar ekki. Hvort ert þú af þessu? Vita skaltu, að margt býr í hjarta þinu, já, svo margt, að það verður engum unnt að kanna það til fulls. En ef nokkurum væri það unnt, ætti það að vera það sjálfum þjer. Gættu þess að eins, að hjarta og hugskot er hið sama. En innan að frá hugskotinu koma illar hugrenn- ingar. Hjartað er þjer eins og ókannað hafsdjúp, er fá- um eða engum er fært að kanna að fullu. En það er þjer ætlað. »Þekktu sjálfan þig«, skoðaðu vandlega hvað í því býr. Vertu ekki agndofa, þó að þú kunnir að finna þar margt, sem ekki er fagurt eða gottt. Ef þú finnur þar eitraðar rætur, þyrna og þistla, þá rífðu það upp það- an með rótum. Ef þú finnur þar steina, eða veg harð- troðinn, þá kasta burtu steinunum, en pældu upp hinn

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.