Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 6
Brot úr sumarmálaræðu. Eptir G. H. Texti: Sálm. Dav. 145. ... Þá segir enn í sálminum: »Drottinn er góður við alla, og hans miskunnserai nær til allra hans verka«. Og eru eigi þessi orð líka sjálfsögð sumarkomuhugsun ? »Drottinn er góður við alla«. Segir ekki sumarið það með ótal röddum? Er það ekki þetta, sem allar raddir vorsins eru að segja? Er það ekki þetta, sem þeir eru í rauninni að syngja fuglarnir í loptinu, þegar þeir á vorin láta í ljósij gleði sína yfir liflnu með söng sínum? Er það ekki þetta, sem þær eru að tala um á sínu þagnar- máli jurtirnar, þegar þær á blíðum sumardegi breiða blómakolla sína móti sólu? »Drottinn er góður við alla«. Oss er svo gjarnt að taka þetta svo, sem þar sje talað um oss mennina eina, en tökum ekki eins eptir því, að því erbættvið, að miskunnsemi huns nær til »allra hans verTca«. Drottinn er öllum góður. Af skepnum sínum á jörðinni heflr hann að vísu langmestar gjafir gefið oss mönnunum, því að hann hefir gefið oss mesta hæfileg- leika til að taka á móti þeim, þar sem hann hefir gefið oss að þekkja sig, og hefir auglýst oss miskunn sína með Jesú Kristi; en öllum sínum skepnum er hann góður, og til allra verka hans nær miskunn hans. Allar sínar skepnur lætur hann á einhvern hátt njóta mildi sinnar. Er þetta eigi hugvekja fyrir oss? Ætti það ekki að minna oss á það, að vera líka miskunnsamir við skepn- urnar, sem Guð hefir ekki gefið mál, en hafa þó tilfinn- ingu og getur liðið bæði vel og illa? Ættum vjer ekki að hafa það hugfast, að fyrst Guð er öllum sínum skepn- um miskunnsamur, þá eigum vjer að vera það lika og forðast svo sem unnt er, að láta nokkra skepnu, semvjer höfum afskipti af, þjást meira en minnst má verða, en reyna að láta þeim líða vel, svo að þær geti notið nokk- urrar gleði af lífinu á þann hátt, sem skaparinn hefir gjört þeim það mögulegt eptir eðli þeirra? Á þann hátt fer maðurinn vel með það vald, sem skaparinn gaf hon- um í öndverðu: »Drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loptsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörð-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.