Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 13
drengír, sem Barnardo smalaði saman á strætunum að nóttu til. Nú hafa um 20,000 unglingar, bæði drengir og stúlkur fengið þar húsaskjól, fæði og fræðslu. Guðs blessun ljet þennan litla vísi dafna ótrúlega, en það hefir jafnframt þurft dæmalausa hæfilegleika, brenn- andi áhuga og framúrskarandi hyggindi og lag hjá hvata- manninum og stjórnandanum. Barnardo hefir, að minnsta kosti hin seinni ár, gjört sjer að reglu að gjöra engan munaðarleysingja apturreka. Hann hefir gjört sjer far um að ná hvað helzt í þau börn, sem vesælust voru á sál og líkama. Hann hefir mörg sjúkrahús, þar sem hann er sjálfur yfirlæknirinn. Hann tekur börnin nýfædd, sem skilin eru eptir við húsdyrnar hjá honum og unglinga undir tvítugt, sem enginn hefir getað tætt við. »Heimili« hans hafa livert um sig sitt afmarkað verksvið, þau eru sjúkrahús, skólastofur og iðuaðarkennslustofur. Það er varla til sú handiðn, karls eða konu, sem eigi er kennd. Hverjum ungling er valið æfistarf eptir því, er bezt þykir henta fyrir livern einn, og segja má líkt um dr. Barnardo og Erling Skjálgsson, að öllum kemur hann til nokkurs þroska. Það eru ekki nema sárfáir aumingjar, sem ekk- ert nýtilegt má kenna. Það eru beztu meðmæli uin endi- langt Englaveldi að vera talinn fullnuma í einhverri iðn frá »heimilum« dr. Barnardo. Þegar unglingarnir eru orðnir svolítið vinnandi fá þeir ofurlítið kaup og nokkuð frjáls- ræði til þess sjálíir að verja þeim aurum, í því skyni að þeim lærist að fara með peninga, en það reynist sem jafnan, að menn verða sparari á þeim peningum, sem eru beinn ávöxtur eiginnar iðju, því að fiestir kjósa af frjáls- um vilja að leggja fjeð í sparisjóð. Uppeldið er byggt á grundvelli kristinnar trúar. Dr. Barnardo hefir yfir 500 starfsmenn við stot'nanir sínar, konur sem karla, og hann krefst þess af þcim öllum, að þeir vinni verk sitt, sem kristilegt kærleiksverk. Harm kvartar aldrei undan sinni miklu ábyrgð, nema ef vera skyldi þetta, hvað það sje vandfengið að fá hæfa sáð- menn í þessurn vanrækta og spillta akri mannlegra sálna. Frábær regla á sjer stað á öllum »heimiiunum« og þá eigi siður hreinlæti. Hreinlæti er þýðingarmesta atriðið í

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.