Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Blaðsíða 14
94 nppeldinu, næst á eptir kærleikanum, segir Dr. Barnardo. Unglingarnir laugast í köldu vatni á liverjum degi. Vinn- an er allströng en um leið holl og við hæfi unglinganna. Þau fá nægar saklausar skemmtanir. Söngur er einhver bezta skemmtun barnanna. Fæðan er óbrotin en nægi- lcg, rúmin eru hörð, klæðnaðurinn er grófur, en allt er táhreint, og þessi vist er hollari en skólavistin í mörgum skólum auðmannabarna. Drengirnir hafa þrennt til skipt- anna, vinnuföt, betri föt i frístundum heima og spariföt og er það einkennisbúningur. Svo er reglan mikil, að á fjórð- ung stundar geta 400 sveinar í einum stærsta vinnusaln- um haft fataskipti að öllu leyti og staðið þvegnir og greiddir í fylkingu til að ganga út með kennurum sínum til að sjá eða heyra eitthvað til gagns eða skemmtunar. Það er ótrúlegt hvað »heimilunum« helzt vel á ung- lingum, sem komið hafa stálpaðir og eru opt orðnir ótrú- lega spilltir, þótt ungir 'sjeu að aldri. Náttúrlega fremja þeir marga óknytti fyrst í stað, en kærleikurinn sigrar fiesta. Það eru fáir, sem geta þverskallast við þeim orð- utn dr. Barnardo: »Þú sjerð, vinur minn, að hjer er allt gjört til þess að hjálpa þjer og gjöra þig að manni, þú verður þá líka að reyna að hjálpa þjersjálfur, sjáist eng- inn ávöxtur viðleitni vorrar verður þú að fara«. Þeir vita hvað við þeira tekur verði þeir reknir burt, þeir hafa reynt eymd spillingarinnar. Þessum unglingum, sem dr. Barnardo hefir tekið við nokkuð stálpuðum, kemur hann vanalega vestur um haf til Kanada, þegar þeir hafa lært akuryrkju eða einhverja iðn sjer til framfæris, hann vill ekki hleypa þeim aptur út í sollinn; alls er talið að 5,000 karlar og konur hafi farið frá »heimilunum« vestur, og hafi flestallt það fólk gefizt vel. Dr. Barnardo heldur spurnum fyrir um hin burtviknu fósturbörn sín og leið- beinir þeim og hjálpar eptir megni, launa þau, sem þess verða um komin, allopt fóstrið með fjegjöfum til stofnan- anna. í einum sal eru myndir af öllum fósturbörnunum, 2 af hverju, önnur er tekin þegar barnið kemur, hin þegar það fer. Það er ótrúleg breyting, ekki einungis á hinum ytra búningi heldur og á svipnum. Þessir aumingjar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.