Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 1
É3S£J mánaðarrit lianda íslenzkri alþýðu. IY. BVIK, FEBEUAR, 1894. 2. Lektor sjera Heigi Hálfdánarson. A dýrum Drottins akri þú dagsverk fagurt vannst. í guðs-orðs stundun stakri þú styrk og gleði fannst! Og alls án yfirlætis var öll þín vera hjer. Því harðla hátt til sætis mun herrann skipa þjer. Þú kristin fræði kenndir svo kröptug, snjöll og hrein; og mæddri móður sendir þú margan lærisvein. Nú sjer þú skýrt í skoðun, það skein þjer fyr í trú. Hve björt sú mundi boðun, er birt þú gætir nú! Þú bjóst til barna-fræði Um boðin Drottius há; þú sáðir góðu sæði i saklaus hjörtun smá. Og langar, langar tíðir það lífsins ávöxt ber, þú sjálfur nú um síðir af sæði því upp sker.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.