Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 5
21 alkunnugt, að á málum ritningarinnar er opt haft orðio »hefnd« fyrir »hegning«. Syndaflóðið fær ekki góða útreið hjá höf. Einkum hneykslast hann mjög á því, að Guði sje eignað hverf- lyndi, þar sem hann eyddi mannkyninu, er hann í fyrstu skapaði gott, en orðið var spillt eptir syndafallið. Eng- um er láandi, þó að hann ekki skilji til fulls ráðsálykt- anir Drottins í þessu sem svo mörgu öðru. En nokkuð er það djarft, að álíta allar frásagnir hinna helgu rita um dularráðstafanir Drottins öfgar einar, þó að þær ekki skiljist til fulls. Höf. fullyrðir, að flóðið hafl að eins kom- ið yflr mjög lítinn hluta jarðarinnar eða að eins þau hjeruð, er voru í grennd við Nóa; en hvað ætli höf. viti um það. Það er reyndar skoðun margra fræðimanna, að flóðið hafi að eins komið yfir nokkurn hluta jarðar- innar; en þeim kemur ekki saman um, hvað mikin hluta; enda er sú grein jarðfræðinnar, sem að þessu lýtur, enn mjög á reiki og breytingum undirorpin. Það er annars merkilegt, hvað margir eru auðtrúa á ósannaðar getgátur visindamannanna, sem opt standa ekki óbreyttar nema nokkur ár, en þykjast ómögulega geta trúað orðum ritningarinnar, þó að þau hafi staðizt árásir margra alda. Að því er það snertir að flóðið hafi haft sínar eðlilegu orsakir, þá er engin ástæða til að efast um það. En það er heldur engin ástæða til að efast um að flóðið hafi ígetað verið refsidónnir Drottins. Hver skyldi efast um það, að Guð geti látið öfl náttúrunnar hafa áhrif á rás viðburðanna? Og það má enda í vissum skilningi telja víst, að Guð láti allt, sem hann lætur koma fram við mennina, koma af eðlilegum orsökum, þó að vjer getum ekki alltaf rakið þær. Þá talar liöf. um það, hvað það hafl haft óviðkunn- anleg áhrif á sig, hvað Guð sje í gamla testamentinu látinn vera harður og refsingasamur. Það er satt, að slíkt getur opt verið mjög svo óviðfelldið eptir hugsunar- hætti vorrar aldar; en þetta er auðvitað miðað við forn- austurlenzkan lmgsunarhátt, eins og höf. tekur fram. En það er eðlilegt, að ritningin, eins og hver önnur bók, beri að ýmsu leyti einkenni þess tíma, sem hún er rituð

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.