Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 15
31 »Að iifa er mjer Kristur, en að deyja er ávinningur fyrir mig«. Hugðu margir að það væri samanborin ráð, en það var tjarri því. I kirkjunni voru sungnir sálmarnir nr. 439, 455, 471 og auk þess kveðja frá prestaskólanum, sungin at' höf., stúdent Benedikt £>. Gröndal. Steingr. Thorsteinsson hafði ort grafskriptina og flytur Kbl. þessi 2 erindi úr henni: . . . Skuggleið skelíingar skreið að baki; klifið var hátjall, er heima skilur; sukku jarðdalir, sóllönd birtust borg Guðs lifanda, bjartar myndir. Mun víst treglega missir fyrnast angursamur þótt ei óvænt kæmi, því fast var hann tengdur fólki sínu fyrir orð Guðs að arni hverjum . . . Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi heíir ort minningarljóð eptir sjera Helga heitinn og sjera Yaldimar önnur, en þau er standa hjer að frarnan, og hann nefnir »£>akkarorð«. Onefndur höf. hefir og sent Kbl. fáein minningarerindi, sem blaðið flytur næst. Prestaskóliim. Þegar sjera Helgi heitinn um miðjan októ- bermánuð síðasti. lagðist rúmíastur, skipti hann kennslugreinum SÍnum miili beggja kennaranna við skólann og helzt sú skipting áfram út skólaárið. Sjera Þórhallur er 10. f. m. settur af lands- höfðingjanum tii að gegna forstööumannsembættinu. Aldamót, 3. ár, 1393, ritstjóri sjera Fr. J. Bergmann. Fremst eru 2 Icvœði íslenzkuð af sjera Valdimar Briem. Prestar kirkju- fjelagsins hinir eidri leggja svo til hver sinn skerf: sjera Fr. J. Berg- mann um gildi gamla testamentisins, fyririestur frá síöasta kirkju- þingi, sjera Haisteinn Pjetursson um eiUfa ófarsœld, sem er tala flutt á kirkjuþinginu 1391, og getið hefir verið hjer í blaðinu, sjera N. Steingrímur Thorlaksson um Krist og gamla testamentið, fyrir- lestur frá síðasta kirkjuþingi, og loks fyrirlestur eptir sjera Jón Bjarnason um það, sem mest er í heimi. Hugvekjurnar um gamla testamentið eru mjög svo tímabærar hjá oss, og mun sennilega í vörn vorri og sókn verða seinna að þeim vikið hjer í blaðinu bein- línis eða óbeinlínis, ensjerstaklega ætiar útgef. sjer að gjöra ab um- talsefni við fyrsta færi hinn mjög svo einkenniiega og athugaverða fyrirlestur sjera Jóns Bjarnasonar um það, sem mest er i heimi, eða kærleikann. Hjálpræðisorð. Svo nefnir sjera O. V. Gíslason hugvekjur andlegs efnis, að mestu þýddar, sem hann hefir gefið út í árslokin, og eru það 4 nr. eða háifarkir á stærð við Smáritin sem fylgja Kbl. IJtgáfuna styrkir eða kostar hið alkunna smáritafjelag r Lundúnum (The religious traot society), sem aðallega kostaði Smáritin 1865—69, sem nýlega hefir verið minnzt hjer í blaðinu. Við það, sem þar stóð (111, 13.), sendir sjera Oddur Kbl. þá leið- rjetting, eða rjettara sagt þá frekari upplýsing, að hann þá útvegaði

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.