Kirkjublaðið - 01.02.1894, Síða 4

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Síða 4
Hvað kennum vjer börnum vorum? Grein með þessari yfirskript stóð f'yrir skömmu í Fjallkonunni. Jeg er hræddur um, að ýmislegt í þessari grein geti hneykslað smælingja, og finnst nauðsynlegt að gjörðar sjeu við hana nokkrar athugasemdir. Höf., sem undirskrifar sig »J«, byrjar á því að segja frá, hvert álit hann hafði á bifiíusögum, þegar hann var barn. Sumu trúði hann ekki. Hann um það. En sumt þótti honum og sumum jafnöldrum hans allt að því kát- legt, og var ekki trútt um, að þeir hentu gaman að því. Það er víst, að margur barnaskapur er af'sakanlegur; en fullorðinn maður ætti ekki að minnast slíks barnaskapar nema með blygðun. Það er ekki nema eðlilegt, að þau börn, sem óheimsk eru kölluð, geti hneykslazt á ýmsu, sem i biflíunni stendur, ef það er ekki skýrt fyrir þeim. En vel skýr börn »finna furðanlega fljótt«, að margt af því, sem undarlegast sýnist í fyrsta áliti, á ekki að skilja bókstaflega, enda vantar þau sjaldan leiðbeiningu í því að öllu leyti. Svo er t. d. með það að Guð hvildist eptir að sköp- un heimsins var lokið, sem höf. þótti svo undarlegt. Flestum börnum er víst snemma sagt það, að þetta orða- tiltæki, að Guð »hvíldist« þýðir sarúa sem að hann »liætti að skapa«; og svo stendur það líka í Barnalærdóminum. Þar á móti þýðir ekkert að fara út í það við ung börn, að sköpunardagarnir þýði tímabil, og að jörðin hafi verið margar þúsundir ára í myndun. Þegar börnin fara að þroskast, er sjálfsagt að skýra þetta betur fyrir þeim, og má telja víst, að prestar og aðrir barnafræðendur minn- ist einhverntíma á það við þau, og annað fleira, er þar að lýfur. Orð Kains: »Hver, sem hittir mig, mun drepa mig«, þurfa heldur ekki að vera svo óskiljanleg; þvi að má ekki hugsa sjer, að Kain hafi ætlað, að jörðin væri byggð fleirum mönnum, enda er heldur ekkert á móti því að hugsa sjer, að Kain hafi þá þegar átt uppkomin systkini, er dreifð hafi verið víðsvegar, þó að sagan geti þess ekki. Orðið »að hefna«, sem höf. hneykslast á, er raun- ar óviðfelldið um Guð, eptir vorri málsvenju; en það er

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.