Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 10
26 þessa tvo miklu samtiðarmenn sina, um sameiginleg á- hugamál kristindómsins, en ekki voru þeir þó allir bisk- upar í senn, því Ambrósíus varð biskup árinu eptir dauða Athanasíusar, en hann dó 373. Basilíus er fæddur árið 330 i Sesareu í Kappadosíu, i Litlu-Asiu austarlega og langt inni í landi. Ættin var stórrik og göfug, og var faðir hans málaflutningsmaður. En ættin var og kunn að öðru. Forfeður Basiliusar höfðu í báðar ættir haldið fast við kristna trú á ofsóknartímun- ura, og enda verið píslarvottar. Amma hans, Makrína, sem fóstraði hann i æsku, telst með helgum konum forn- kirkjunnar, og er um hana sú saga, að skógarhirtir hafl fært henni mat i 7 ár, er hún hafðist við á eyðimörku á ofsóknartíma Díókletíans keisara. Móðir Basilíusar var eigi siður ágætiskona; hún hjet Emmelía. fljá ömmu sinni og móður lærði hann kristilega trú og kristilegan kærleika á bernskuskeiði, en eigi var hann skírður fyr en á tvítugsaldri, en sá dráttur var þá enn alltíður á kristnum heimilum, einkum austur frá. Basilíus var settur til mennta til að búa sig undir sama lífsstarf og faðir hans. Aþenuborg var háskóli alls hins víðlenda rómverska rfkis, þar dvaidi Basilíus i 5 ár. Það var ólíkt skólalíf og nú gjörist, meira samtal en kennsla, kappræður og mælskuæfingar, sókn og vörn, þar sem ýmsum veitti betur, kennurum eða lærisveinum. Til- gangurinn var eigi svo mjög sá, að koma svo og svo miklum fróðleik inn í nemendurna af vissu tagi; aðalaugnamiðið var að hvessa skilning og hugsun og temja tungunni vandað mál og mjúkt orðfæri, þvi að málsnilldin sat fyrir öllu, sem hið ágætasta vopn siðaðs manns í borg- mannlegu fi'elagi. Kennararnir voru heiðnir heimspek- ingar. Margir kristnir menn ömuðust við slíku námi, en Basilíus varði það í nafntogaðri ræðu, sem hann beindi til æskulýðsins, þar sem hann sýnir fram á, hve mikið gagn kristnir unglingar hafi af að lesa hina fornu heiðnu höfunda, nefnir margar hollar kenningar og fögur dyggða- dæmi í heiðnum sið, auk þess sem hin forna heiðna menntun gjörði menn hæfari til ritstarfa og ræðuhalda i kirkjunnar þjónustu. Orð hans um bókaval og bóklestur

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.