Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 16
32
styrkinn hjá smáritafjelaginu enska og ábyrgðist allan kostnað, eil
svo fjell fyrirtækib um koil mestmegnis fyrir J)á sök, ab eigi feng-
ust menn til áframhalds að þýða í smáritin án endurgjalds.
Bintlindi presta: Yið hefir bætzt undir bindindisyfiriýsing
presta (Kbl. II, 12): sjera Eiríkur Gíslason á Staðastað.
Lausn frá prestskap í næstu fardögum hefir sjera Jakob
Benediktsson í Glaumbæ fengið 30. f. m. Sjera Jakob er sem stend-
ur elztur þjónandi prestur á iandi hjer (f. 1821). Ept.ir hann er sjera
Arnljótur á Sauðanesi elztur presta, en þjónustuárin eru flest hjá
sjera I?órarni í Görðum.
Brauð veitt 19. f. m., Goðdalir í Skagatjarðarprfd. kand.
Vilhjdlmi Briem, samkvæxnt yfirlýstum viija satnaða.
Kosinn er í Helgafellsprestakalli 19. des. f. á. Sigurður próf-
astur Gunnarsson á Valþjófsstað. Kjörfundur var sóttur af mesta
kappi, þrátt fyrir slæmt veður, og greiddu nálega 4/e hlutar kjós-
enda atkvæði.
Djúpavogskirkja, sem getið var hjer nýlega í blaðinu, er
ni't þegar fullgjör, og var ráðgjört að messað yrði í henni í fyrsta
sinni á jólunum.
Samskotin til ,ekkju sjera P. M. 1». námu, að því er Þor-
valdur prófastur á físafirði skrifar, rúmum 300 kr. Af því gáfu
kaupstaðarbúar á Isafirði rúmaxx^ 170 kr. og Hnífsdælir rúmar 60
kr. Prófasturinn þakkar góðar uödirtektir og þá sjerstaklega sókn-
armönnum sínum, og eins vill hann geta þess, að sóknarmenn sjera
Pjeturs heitins hafi reynzt ekkju hans mjög vel, og eigi sízt hinn
nýi prestur, sjera Kjartan Kjartansson, sem tók þegar til fósturs
eitt af börnunum.
L/agboðinn við erindi S. B. í jólablaðinu síðast er eigi sá
sem höf. hafði hugsað sjer. Lagið sem erindin eru kveðin undir
er í 6. sönghepti Jónasar organista Helgasonar nr. 10. og óskar
höf þess getið.
Leiðrjett.: í IV. i, bls. 15, 1. 4 a. n. set 4. nóv. í stað 8.
októb.
I greininni um Gústaf-Adolfs-fjelagið í janúarbl. síðast er átt við
árið 1892, þar sem talað er um síðastliðið ár, og stafar það frá
því, að greinin var hreinprentuð í desemberbl., en varð þá að
bíða, en eigi gætt þess að laga þau orð, er greinin birtist eptir
áramótin.
Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. Isl. í Y.-h.
12 arkir, 8. árg. Eitstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer
2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land.
Kirkjublaðið — borg. f. 15. júlí — skrifleg uppsögn sjekom-
in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 50 a.
í Vesturheimi 60 cts. Eldri árg. fást hjá útgef. og útsölum.
Inn á livert einasta heimiii.
RITSTJÓRI: ÞÓRIiALLUB JiJAllNAlttSON.
Prentaö l ísafoldar prentsmiöju. Reykjavik. 1804.