Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 7
23
leitum skáldskap. Því má og ekki gleyma, að taka ekki
innblástur heilagrar ritningar allt of bókstaflega. En
þetta atriði er allt of umfangsmikið til að fara frekara
út í það bjer.
Það er víst rjett, að orðið »eilífur« þýðir sumstaðar
í ritningunni ekki annað en »langvinnur« eða »varanleg-
ur«. En varasamt er þó, að draga aí því mjög djarfar
ályktanir. Til þess þarf þann lærdóm og þá djúpsæi,
sem ekki er að gjöra ráð fyrir hjá öllum.
Lærdóminn um eilífa hegningu vil jeg ekki gjöra
hjer að umtalsefni. Kbl. hefir áður rætt það mál ræki-
lega frá sínu sjónarmiði, og mun ekki óska eptir frekari
umræðum um það að svo komnu; enda mun það ekki
þýða mikið að gjöra dýpstu leyndardóma trúarinnar að
umræðuefni alþýðlegra blaða. Það skal fúslega viður-
kennt, að margir kirkjunnar menn, einkum á fyrri öld-
um, hafa háskalega misbrúkað þennan lærdóm til þess
að hræða menn til trúar og lífernisbetrunar, og í því
skyni aukið við hann ýmsu, sem engin heiniild er fyrir í
ritningunni. En slík siðbótaraðferð rnun nú varla eiga
sjer stað framar, og menn eru farnir að sjá, að bæði er
rjettara og affarasælla, að laða menn til Guðs ríkis með
kærleika. Þarf því ekki að fjölyrða um þetta atriði. En
hitt fæ jeg ekki sjeð, að trúarbragðaofsóknir, rannsókn-
arrjetturinn á Spáni, galdrabrennurnar og fleira af þvi
tagi, hafl staðið í nokkru beinu sambandi við lærdóminn
um eilifa hegningu. Þetta átti sjer aðrar orsakir. Opt-
ast var það stórkostlegur misskilningur á kristindómin-
um, sem olli þessum guðlausu athöfnum; en stundum var
það að eins pólitiskt bragð óhlutvandra manna, til að hrifsa
undir sig völd eða eignir annara, og höfðu þeir kristin-
dóminn að skálkaskjóli.
Það er rjett, að andi kristindómsins er kærleikur og
umburðarlyndi. En á hann þá ekki rjett á, að dæmt sje
um kenningar sjálfs hans með kærleika og umburðar-
lyndi? Það er naumast samkvæmt kærleikanum, að
særa að óþörfu trúartilfinningar annara, og ekki heldur
það, að hneyksla smælingjana. Slíkt er ekki hollt börn-
um vorum.
V. B.