Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 2
Þú vaktir helga hljóma; þín hjartnæm trúarljóð þau lengi enduróma í eyrum vorri þjóð. I söngum safnaðanna þú sífellt enn ert nær. Nú himneskt hósíanna á hörpu Giuðs þú slær. Þú samdir kirkju-sögu, um sigurs forna tíð, um hennar mörgu mögu, svo margt er reyndu strið. Nú sæti sjálfur áttu í sögu kirkjunnar, og með þeim búa máttu, er mestir voru þar. Já, það var kristin kirkja, sú krossins eikin há, er »fáir framar styrkja, en falli margir spá«; — þú hana mattir móður og mætur sonur varst; opt hennar vegna hljóður í hjartað sárt þú skarst. Að ofan ernir draga í atið hennar blóm; að neðan ormar naga og narta beittum klóm: Hið efra ljettúð leikur með lífsins heilög rök; hið neðra öfund eykur, ef eitthvað finnst að sök. En sá, er það ei þoldi, varst þú, með andans stál, þvi hjer í veiku holdi bjó hraust og göfug sál. Og orðsins björtum brandi

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.