Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 5
B an og felur sig gæzlu hins góða hirðis, svo að ura hann geta átt orð postulans: »Þjer voruð sem frávilltir sauð- ir, en nú hafið þjer snúið yður til hirðis og biskups yð- varra sálna* (I. Pjet. 2. 25). Já, leið oss, Drottinn, á rjettan veg — tyrir þíns nafns sakir. Vjer getum einsk- is krafizt, vjer höfum svo opt villzt, svo opt hlaupið burt frá þjer, vjer bökurn þjer stöðugt áhyggjur. En þú ann- ast oss stöðugt fyrir þíns nafns sakir; þú ert, Drottinn, faðir vor og frelsari vor, það er þitt naín. Fyrir sakir þins föðurnafns, fyrir sakir þins endurlausnara nafns, tyrir sakir þins hirðis nafns, fyrir sakir þíns kærieika, þá taktu enn þá að þjer vorar villuráfandi sálir og leið oss á rjettan veg, á veginn sem liggur til hins eilífa lifsins, Á undan oss um æflstig oss ætíð, Jesú, sjá lát þig; þá skal oss)æðsta unun búa, þjer eptirfylgd að veita trúa. Til föðurlands vors loksins heim oss leið við hönd á ferli þeim. Huggun í skuggadalnum, það er hin þriðja blessunin, sem veitist þeim, sem hlýðir raustu hins góða hirðis. «Þó jeg ætti að ganga um dauðans skuggadal, skyldi jeg samt enga ógæfu hræðast, því þú ert með mjer; þín hrísla ogstafur hugga mig» (4. v.). Hefir sáimaskáldiðDavið talað hjer afeiginni lífsreynslu, eða hefir hann mæltþettaaf spámannlegri andagipt um dauðans skuggadal ? Hvað um það, orðin eru rjett og sönn. Vegur Drottins með sauðina liggur ýmist yfir sólbjartar hæðir, eða um d.júpa og dimma dali, liggur ýmist um mjúkar grundir, eða eggjagrjót. Þannig var það á dögum Davíðs og þannig er það enn þá. Þó að vjer höfum hinn góða hirði, hið græna haglendi og hinn rjetta veg, þá verður Guðs börn- um eigi að síður býtt tárabrauði, og um dali hörmunga og sorga liggur lengur eður skemur leið hvers pílagríms hjer á jörðinni. En hvílíkur munur er það ekki að ganga um skuggadalinn án ijóss og huggunar, án trúar og vonar, án Guðs og frelsara, — og að ganga um skuggadalinn leiddur af líknarstaf hins góöa hirðis. 0, hve dýrðlegt trúar og friðarorð er það ekki, að geta

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.