Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 7
vizkubit, og allar hinar ókyrru hugsanir mannshjartans, innbyrðis ásakandi og afsakandi, Drottinn, hinn góðihirð- ir, veitir sigur yflr öllum óvinum, færir hjartanu frið með blessun bænarinnar, með huggun orðsins, með krapti sakramentanna, svo að þú getur mælt hugrakkur: »Ef Guð er með oss, hver er þá móti oss ?» (Rv. 8, 31). Já, hjer er áþreifanlegt og sýnilegt matborðið, sem hann til- rciðir oss fyrir augsýn allra vorra óvina utan að og inn- an að, og það or náðarborð heilagrar kvöldmáltíðar. Þar ber hann oss fullan bikar, bikar friðþægingarinnar. Þar steypir hann yfir drjúpandi höfuð vor hinum dýrðlegu smyrslum huggunarinnar: Þjer eru þínar syndir fyrir- gefnar. Þvi getur þú glaður mælt: Frá mínum GuSi góðum ef gefst mjer hjálpin væn, hvert mótkast eyðist óSum viS ákall mitt og bæn. Þó gjörvallt móti gengi mjer granda ei ráðin köldj og áhlaup saka engi af óvinanna fjöld. Og loks gefur hann von eilifs lífs. «Sannarlega fylgja mjer þín góðgirni og miskunn alla daga míns lífs, og æflnlega mun jeg búa í Drottins húsi»(6. v.). Hver sá, er læturhinngóðahirðigæta sín, hann horfir vonglaður fram á leiðina sem ófarin er um tíma og eilífð, fullviss þess, að það er ekki að eins hjer á jörðunni sem mig mun ekkert bresta, ekki að eins hjer á öllum vegum lifsins, sem góðgirni og miskunn hins góða hirðis fylgir mjer, ekki að eins hjer i hinu jarð- neska húsi Drottins, þar sem er griðastaður og ávallt grænt haglendi íyrir hjarta mitt og anda, heldur lít jeg og fagnandi himneskt hús Drottins, þar sem jeg mun æfinlega búa, í Paradís, þar sem minn góði hirðir lætur mig hvílast í eilíflega grænu haglendi og leiðir mig að lindum eilifs llfs. Ungir sem gamlir geta þá tekið und- ir og sungið: Eptir gengna'æfibraut eg í hirðis faðm og skaut

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.