Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 8
alsæll kemst, sem ósk er mín, amen ! þar mín sæld ei dvín. Sje það þá tungu vorri tamt nú og jafnan: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekker bresta. Sje það bænar- orð vort nú og alla daga: Hirðir kær, halt mjer nær vegum þín og vilja; eg er þinn, þú ert minn; ekkert oss mun skilja. Heim svo lát mig halda til himintjalda; þar faSma eg þig og þú eins mig um aldir alda. Amen. * * * Karl Gerok er fæddur 1815 í smábæ einum í konungsríkinu Wúrtemberg og var lengst æfi sinnar prestur í Stuttgart og and- aöist þar hálfáttræöur í miklum veg sem «yfirhirðprestur» kon- ungs. Gerok er alkunnur hjer á landi sem skáld af þýðingum, og eru 6 einkar fögur kvæði eptir hann í «Svanhvít», þ/dd af sjera Matthíasi, og önnur 5 þýdd í «Ljóðmælunum». Öll þessi kvæði að einu undanskildu eru tekin úr Ijóðasafni Geroks «Palm- blatter», (pálmablöð), sem kom út 1857, og er slík uppáhaldsbók með Þjóðverjum, að komnar voru fyrir nokkru síðan 80 útgáfur af henni. Önnur frægst biflíuljóð hans eru «Pfingstrosen» (hvíta- sunnurósir), sem kveðin eru út af postulasögunni, og komu út 1864, úr því safni er þytt kvæðið «Páll postuli í storminum» í Ljóðmælum sjera Matthíasar. Kæðusöfn hans munu og sumum prestum kunn, eptir hann liggja 5—6 postillur yfir guðspjöll og pistla. Alstaðar er hann innilega hjartnæmur og einfaldur. Loks mætti af hinum mörgu ritum hans í bundnum og óbundnum st/1 geta skyringa hans yfir Postulasöguna og Sálmana, það eru upp- byggilegar hugvekjur, sem hann las söfnuði sínum í «biflíustund- um» á sunnudagakvöldum. Postulasagan er í 2 bindum, en Sálm- arnir í 3, og er hjer að framan synishorn af þeim. Þ/ðing versanna er aðfengin.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.