Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 14
14 feð hræ’dast. Æ ! setjum allir von vora tíl hans, Og vinnum í óíta Drottins að köilun vorri hver öðrum til heilla með bróðurlegri samvinnu. Látum oss alla koma t'ram tyrir hans náðarstól með vissri von um að öðlast náð hans og hagkvæma hjálp. Látum oss safnast satnan kringum hinn heilaga kross og berjast undir þessu tnerki gegn öllu illu, hugga, hjálpa og aðstoða hver annan á vorri ótörnu leið. Ó, góði himneski taðir, styrk oss alia til þess og get' oss nú öllum gott, gleðilegt og farsælt ár. Fyrirlestrar við prestaskólann. Út er kominn Sið- fræði sjera Helga heitins Hálfdánarsonar og er hun 23 arkir að stærS. A þessum vetri er og væntanlegt niðurlag á sögu forn- kirkjunnar og vísast einnig prjcdikimarfræÖi eptir sama höfund, sem verður 5—6 arka rit, og birtist þá vart meira af fyrirlestr- um sjera Helga heitins. Prestaskólareglugjörðin nýja fær þungan dóm í »Þjóðviljanum unga«. Blaðið gengur út frá þvi að aukið nám við skólann sje til ills eins, guðfræðisnámið sje svo mikili hjegómi, sem nauð- syniegt sje að gleyma á eptir. Um það er þýðingarlítið að deila, enda óþarft, en benda mætti ritstj. á, að viðauki kennslunnar stefnir yfirleitt í verklega átt, að gjöra prestaefnin beinlínis færari til prestsstöðunnar. Hinn að- algallann við tímalenginguna, sem blaðið tekur fram, nefni- lega kostnaðaraukann, er hægra að deila um með einhverri von um niðurstöðu. Kostnaðaraukinn er sáralítill, þar sem sumartími stúdentanna verður frjáls til að leita sjer atvinnu. Þessi e'xamenslestur í júlí og ágústmánuði var bæði mjög dýr og afar-óþægilegur. Þessi 7 mánaðaleng- ing, eða 3 skólavetur, 9 máuuði hver, í stað 2 skólavetra og 2 surnarmánaða, verður í reyndinni ekki tilfinnanleg. Sje um kostnaðarauka að ræða verður hann að koma á landssjóð, með hækkuðum námsstyrkum. Svo mikið ætti að hafa skýrzt afstaða innlendu embættaskólanna við há- skólann, af umræðum þingsins í sumar, að þeir verði styrktir í samkeppninni framvegis; slikt er þó á voru valdi.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.