Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.01.1896, Blaðsíða 15
15 Annars er það góðra gjalda vert a6 »Þjóðv. ungí« getur reglugjörðarinnar, hin ^blöðin hafa ekkí fyrir því. Það er þessi makalausa pólitik að hugsa upp á háskóla, en hirða ekki um stofnanirnar, sem eru vísirinn til hans. »Lutherans in all lands«. Fyrir rúmu ári síðan yar getið svolítið »Handbókar lúterdómsins«, hjer í Kbl. Þessi bók sem nefnd er í yfirskriptinni »Lúterstrúarmenn í öllnm löndum« er enn miklu stærri og rækilógri bók, í stóru 8 blaða broti, 840 síð- ur, með 340 myndum af látnum og lifandi merkismönnum lútersku kirkjunnar, kirkjum hennar og skólum í öllum löndum, yfir höfuð er bókin hin eigulegasta og girnileg til fróðleiks- Höfundurinn er prestur í Bandafylkjunum dr. I. N. Lenker. Bókin er prentuð 1894 og er það 4. útgáfa hennar. Lúterstrúarmenn eru sem stend- ur taldir fullar 53 milljónir, af þeim eru fullar 29 millj. á 1‘yzka- landi, 9 millj. á Norðurlöndum, 5 millj. undir valdi Kússakeisara á Finnlandi og í löndunum við Eystrasalt, og full milljón í Ung- verjalandi. I Norður-Ameriku teljast fullar 7 millj. I bók þessari er varið 7 síðum til að segja frá Islandi, og á hún það skylt við »Handbókina« að um oss er -talað af mikilli vin- semd, en litlum kunnugleik. Ein íslenzk rnynd er x bókinni, og hún góð, af sjera Valdimar Briem. Fyrst er það gamla sagan, að Islendingar sjeu svo saklausir að fangahús sjeu lögð niður og tekin til annara nota, í höfuðstaðn- um eru hvoi'ki bxxðir nje hótel. Tala prestakallanna er rjett eptir lögunum frá 1880, en svo hleypur höf. aptur í tímann með því að telja prestana 180. Hann lætur biskupinn vera kosinn af al- j)yðu. Með mestu ánægju les maður einkar lilydega og vel samda ly'singu á Reynivöllum, sem syhiishorni af íslenzku prestsetri. Pjet- urs biskups er rækilega getið og mjög svo loílega, er hann talinn mestur rithöfundur íslenzku kirkjunnar eptir Guðbrand. Menntun og uppfræðsla er talin i mjög góðu lagi. Hver einasti alþy^ðumað- ur kann á sína tíu fingur fornsögurnar og ekki er hann síður heima í biflíunni. Umfarandi skólar og kirkjur, þ. e. a. s. kennarar og prestar með ferðakofort sín full af bókum og öðrum nauðsynlegum áhöldum vinna mikið gagn á jafn veglausu landi og Island er. Konur hafa sömu pólítisk rjettindi og karlar, og fyrir 2 árum (1892) opnaði biskupinn ny'jan æðri menntaskóla fyrir konur í höf- uðstaðnum. Biflían er á hverju heimili og er rækilega lesin; er það að þakka hinu xslenzka biflíufjelagi. Bókin kostar í vönduðu bandi 2 doll. 75 cts og má panta hana hjá bóksala Sigfúsi Eymundssyni,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.