Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 5
21 bls. 19). En — nú segir hann á öðrura stað (Principles of psychology II, bls. 493) »það sem vjer þykjumst þekkja, sem eiginlegleika efnisins (materíunnar), jatnvel allt nið- ur að þyngd og hörku eða þjettleika, eru að eins áhrif á oss sjálfa af hálfu utan við oss verandi hluta, sem vjer þekkjum eigi og getum eigi þekkt«. En — hvað verður þá um sólina?—'Sólskinið er orðið að áhrifum sólarinnar, sem vjer ekki þekkjum og getum ekki þekkt. Og sje sú vissa, sem vísindin gefa oss, ekki áreiðanlegra en þetta, þá er eigi mikið fyrir gefandi. En — sjálfur er Spencer þar orðinn Kantisti, og farinn að giöra muninn á milli hlutanna, eins og hann er í raun og veru (Ding an sich) og eins og hann kemur fyrir sjónir, þó veit hann, að sólarkjarninn er að mianka, og að sólin einhvern tíma muni slokkna! Hann hefir það eptir Herschel. Allt um það þykjast þeir byggja á reynslunni ein- göngu þessir þrír Englendingar, og það er víst og satt, að reynslan er holl fæða fyrir þankann, þegar hún virki- lega er reynsla, óblönduð öllum hugarburði. En — þegar Spencer ritar langt mál um kraptmw og framhald krapt- arins, þá liggur nærri að spyrja, þekkirðu kraptinn af reynslunni? Þú þekkir af reynslunni ýmsa krapta, ein- staha krapta, aðdráttarkraptinn, mótspyrnukraptinn, þyngdarkraptinn, og jafnvel lífskraptinn, ef þú vissir, hvað lífið er. En þú þekkir eigi kraptmw, aðalkraptmw, hann er það sem Platon mundi hafa kallað frumsjón (ídea), en hinir nýrri nefna afdráttar- eða tæmda hug- mynd (abstraction) og er eigi til í ríki reynslunnar. — Enda nægir eigi krapturinn, eða rjettara hin einstöku öfl eingöngu, til þess að gjöra heimslífið skiljanlegt, einhver eða eitthvað verður fyrst að hafa fyllt þessa hugmynd innihaldi, og síðan komið þessum kröptum á stað. Annars er vel hugsanlegt, að þessi kraptur hefði verið og væri í hvíld - - því kraptarnir geta einnig hvílzt ■ þá stæði allt kyrrt, og enginn kraptur væri að verki, nema kraptur verkleysunnar (vis inertiœ), og allt væri þá til, að mögu- leikanum til, en ekkert í raun og veru. Þetta sá Aristo- teles og því er stór munur á kenningu hans um hreifing- una — hana þekkjum vjer af reynslunni — og hinn »fyrsta

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.