Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.02.1896, Blaðsíða 14
30 þessa heiras auðæfi og sjer bróður sinn líða neyð og apt urlykur sínu hjarfa fyrir honum, hvernig getur elskan til Guðs verið staðföst raeð honum«? (1. Jóh. 3, 17). — Hinu raegin stóð þetta vers: »Hver gefi eptir sinni hug- arlund, ekki með hryggu geði eður nauðung, því Guð elskar glaðan gjafara« (2. Kor. 9, 7j. Fremnr lítið kom í kassann, en þá var það rjett fyrir páskana 1695, að Francke finnur i kassanum 7 saxnesk gyllini (c. 20 kr. nú) í stranga, frá óþekktum gjafara, sem reyndist seinna að vera fjelitil ekkja þar í bænum. Svona stór gjöf liafði aldrei komið í kassann og Francke segir svo sjálf- ur frá: »Þegar jeg handljek þessa peninga, þá sagði jeg af inniiegri trúargleði: Þetta er dýrmætur höfuðstóli, með þessu má mikið gjöra, nú kem jeg upp fátækraskóla. Jeg tók ekki hoid og blóð í ráð með mjer, en trúarör- uggur lagði jeg hönd á plóginn og sama daginn keypti jeg bækur fyrir 2 dali og rjeð fátækan stúdent til að kenna börnunum 2 stundir á dag fyrir ofurlitla þóknun, í trausti þess, að Guð mundi bæta við«. Þetta er hið litla mustarðskorn, sem upp af er vaxið eitt hið stærsta mannúðarfyrirtæki kristilegs kærleika. A þessu fyrirtæki sönnuðust orð postulans, að kær- leikurinn trúir öllu, vonar allt, umber allt (1. Kor. 13, 7). Byrjunin var ekki efnileg; Francke smalaði saman 27 fáráðlingum, en af þeim förguðu 23 börnin bókunum, sem þeim voru lánaðar, Francke varð að kaupa nýjar skóla- bækur og setja þá reglu, að þær væru skildar eptir, að afiokinni kennslu hvern dag. Kennsla þessi fjekk brátt hið bezta orð á sig og bæjarmenn fóru að fala kennslu fyrir börn sín gegn borgun, og fvrir árslokin voru skóla- börnin í húsum Franckes orðin 60 að tölu, og kennslan stóð yfir 5 stundir á dag. Svo kom að því, að skilja varð sundur börnin, sem ókeypis voru og borgað var fyrir, aðsókniu var stöðugt vaxandi og Francke varð að leigja kennslustofur, og kennararnir voru ráðnir til lengri tíma. Trúin varð sjer eigi til skammar, Guð sá fyrir fram- haldinu, og gjalir fóru að koma frá öllu Þýzkalandi og ■enda víðar að. Um haustið sama ár er grundvöllurinn lagður til

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.