Kirkjublaðið - 01.10.1896, Qupperneq 3

Kirkjublaðið - 01.10.1896, Qupperneq 3
179 sem lifði göfgara lífi en Páll postuli, hyer hefir betur en hann fundið til hátignar Guðs og vanmáttar sjálfs sín? Vjer getum naumast hugsað oss að hann hafi talað í þjónustu lýgi og spillingar, þegar hann á þessum stað er að lýsa leyndardóm friðarins, sem hann hefir fundið með því að missa allt til að ávinna Krist. Það sem sannast verður vitað um einhvern mann, er það ekki annað og meira en vitneskjan um ávirðingar hans og syndir hans? Setjum svo að vjer þekkjum þær afdráttarlaust, en þekkjum vjer þá manninn til fulls? Langt í frá. Þrátt fyrir þetta þekkjum vjer ef til vill manninn ekki hótið betur en hundarnir, sem sleiktu sár Lazarusar, þekktu hina góðu sál, sem borin var af engl- unum i faðm Abrahams. Guð þekkti syndir Páls, en hann þekkti annað og meira en það hjá postulanum. Guð hafði reynt hann og prófað, las allt f sálu hans, leiddi hann á lífsbrautinni, sá hann kossfestan með Krísti, sá hann lifandi lifi Krists, klæddan Krists rjettlæti. Þetta var fullkomin þekking. Guð sá hvernig trúin á Krist hafði kippt Páli burt frá hinum fyrra vonda vegi. Postulinn leit nú yfir lif siit. Fyrir fiestum er það ástin á hinu jarðneska í ein- hverri mynd, sem mestu hefir ráðið í lífssögunni. Sterk- ar ástríður, stuttar unaðssemdir og langar sorgir voru að baki, en minnst af því vakti nú fyrir sálarsjón postul- ans. Páll minntist nú á liðinni æfi kaflans, þegar hann ofsótti Krist með þvi að ofsækja játendur hans, og kafl- ans þegar ákafinn og kappið var mest f honum að afia sjer sjálfur rjettlætis, sem allt reyndist fánýtt. Lögmál- ið er vofa aldarinnar: »Eigi má sköpum renna«; það er viðkvæðið, það er engin undankoma frá afleiðingum syndarinnar. Það er bara eitt, sem dregur úr þessari voðalegu tilhugsun fyrir aldarinnar sonum, og það er þetta að vofan ásæki þá eigi lengur en þessi fáu ár sem þeir eiga eptir þangað til að svefninn endalausi tekur við. Postulinn leit nú á allt þetta út frá sinni lífsskoð- un, en við þennan sama óvin hafði hann glímt. Hann hafði á liðinni tíð náð markinu sem hann keppti að, ept- ir rjettlætiskröfu lögmálsins var hann ólastanlegur, og þó

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.