Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 3
211 um standmynd úr eir í Vittenberg, þar sem hann lifði, starfaði og andaðist. Með engu minni áhuga munu menn nú grípa tækifærið við 400 ára fæðingarafmæli hans, til þess að reisa honum minnisvarða í Bretten, þar sem hann er fæddur og lifði æskuár sín, þar sem honum var svo ljúft að dvelja á f'ullorðinsárunum hjá móður sinni, og á efri árum hjá bróður sínum, og þangað sem hann þrásinnis leitaði bæði í sorg og gleði, — að reisa honum á þessum stað slíkan minnisvarða, er bæði hæfi svo á- gætuni manni sem Melankton var, og sje í fullu samræmi við innri mann hans. Borgin Bretten í stórhertogadæminu Baden liggur þar sem meginþjóðvegurinn nú er um landið, Hún geymir trygglynda minningu síns frægasta sonar, og bæj- arbúar hafa með töluverðum kostnaði keypt lóðina, þar sem vagga Melanktons stóð, en á ófriðartímum er fyr- ir nokkrum öldum hið skrautlega hús, þar sem hann fæddist, hrunið til grunna, en annað samsvarandi hefir eigi síðan verið reist í þess stað. Enginn staður er bet- ur fallinn til þess, að reisa á honum minnisvarða Melank- tons, heldur en einmitt þessi fæðingarstaður hans, sem nú er til taks. En hugsunin er, að reist verði á þessari lóð fagurt og veglegt stórhýsi, er sje hvorttveggja í senn: minningar• salur og safnhús. Á neðra gólfi á að vera mikill salur, prýddur líkneskjum og litmyndum, er sýni oss hel'z.tu siðbótarmennina og leibi oss fyrir hugskotssjónir hið þýðingarmesta, sem Melankton afrekaði, en á loptinu á að vera safn af 'öllum þeim munum og gripum, sem eru til menja um þetta mikilmenni, svo sem hand- rit með hans hendi, litmyndir, eirstungur, trjeskornar myndir, minnispeningar með mynd hans m. fl., en umfram allt fullkomið safn af öllum prentuðum ritum eptir hann og um hann — en mikið skortir á að slíkt safn sje nú til nokkursstaðar i heiminum- ennfremur eiga þar að vera rit eptir vini hans og andmœlendur. Að sjálfsögðu verður sjeð svo um, að Melanktonshúsið með öll- um fjársjóðum þess standi opið hverjum þeim, er það vill skoða, ekki að eins í þvi skyni að styrkja hina evangelisku tilfinningu og hugarstefnu trúarbrœðranna, heldur einnig til þess að húsið og safnið megi verða auðug uppsprettulind þekkingar og fróð- leiks. Verði fje afgangs, hefir komið til orða að reisa tilsvar-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.