Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 9
217 gelíska lúterska kirkja, sem áfram heldur við hin nú- gildandi játningarrit sín á landi hjer, sem ein á að verða aðnjótandi ríkisstyrksins, þ. e. a. s. ársvaxtanna af hin- um afhenta höfuðstól? Ekki öðrum kirkjum til að dreifa, kynnu menn að segja, og ýmsir munu bæta því við, að hún ein, hin nú- verandi kirkja landsins, sje eigandinn, og henni einni beri þvi fjeð. En yrði það ofan á, væri betur heima setið.. Ríkis- kirkja heflr stórmiklar kvaðir og skyldur, sem fríkirkja er leyst undan, og því er það eðlilegt að hún hafi einka- not fasteignanna, sem undir hana hafa gengið á öldun- um, en frikirkju bera eigi þau not frekara en að því skapi, sem hún fullnægir trúarþörf meiri eða minni hluta landsmanna. Hver getur og ábyrgzt að hin evangelíska lúterska kirkja verði á komandi árum hið eina kristilega trúar- fjelag á landinu ? Fari svo, sem vel getur orðið, að stórt brot landsmanna kjósi sjer annað trúarform, mundu einka- not ársfúlgunnar sízt verða til andlegra heilla fyrir hina evangelísku lútersku kirkju, og verða rót hins mesta ó- jafnaðar í landinu. Yfir höfuð er það bein mótsögn, að skildum skipt- um, að ríkið styrki eina fríkirkju á landinu. Aðalatriðið er að halda fast við það, að kirkjueignirn- ar eru gefnar í trúarþörf landsmanna. Þetta hefir feng- ið sögulega hefð við siðbótina. Ekki voru eignirnar þá bundnar við játningarformið. Þetta tvennt vildi jeg þá sagt hafa, að vaxtafje hinna afhentu kirkjueigna gangi um aldur og æfi til við- halds kristinni trú í landinu og að það skiptist hlutfalls- lega til allra kristinna trúarfjelaga, sem eru og verða viðurkennd sem slík af ríkinu, eptir settum skipunar- lögum. Slík skipunarlög yrði að setja frá upphafi, og er það auðvitað vandamál, að hvorki verði úr hófi þröng eða rúm. Mjer er sem jeg heyri því kastað fram að það sje búnaðarstyrks útbýtingin sem sje fyrirmyndin. Ónei, betur þarf um þetta að búa. Til þess að nýtt kristið

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.