Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.12.1896, Blaðsíða 7
215 Yugissveinn, er að eins kysti elsku brúð og hana misti, dó af ást, sem bliðast brann, blysum kringið grafreit þann; allt, sem dó frá heimsins hörmum, hvíli rótt í friðar örmum. Hetjan Ijóss, sem helför sætti, hrepti sannleiks píslarvæiti, varði herrans helgidóm, hirti ei samt um frægðar róm; allt, sem dó frá heimsins hörmum, hvíli rótt í friðar örmum. Þeir, er sintu ei sólar gleði, sárum vöktu á þyrnibeði, að þeir mættu að ending fá auglit Guðs í himni að sjá; allt, sem dó frá heimsins hörmum, hvíli rótt í friðar örmum. Þeir, sem gengu í garði rósa, gleðibikar sjer að kjósa, en þá flýði fegins tíð fundu beiskju bans um sið; allt, sem dó frá heimins hörmum, hvili rótt í friðar örmum. Þeir, sem aldrei þektu friðinn, þeystu i stríð og veittu ei griðin, hleyptu um val 1 hjörva skúr, heiminn vöktu af friðar dúr; allt, sem dó frá heimsins hörmum, hvíli rótt í friðar örmum. Friður sje með öllum yður, öllum sálum veitist friður. Aldrað jafnt sem að eins fætt, andað eptir draumlíf sætt, allt, sem dó frá heimsins hörmum, hvíli rótt í friðar örmum. Stgr. Th.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.