Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 24.12.1896, Blaðsíða 6
226 Mjer kemur nú til hugar nokkuð, sem bar við hjerna þetta kveld fyrir 10 árum. Jeg skal segja ykkur það seinna í kveld þegar Sigga er komin, ef hún þá kemur«. I sama bili kom Bjarni inn úr garðinum allur upp- fenntur, og fötin frosin á honum. Hann var farinn að herða svo frostið. »Það er ljóta veðrið, sem komið er«, sagði hann um leið og hann var að losa snjókleprana úr skegginu á sjer. »Jeg er orðinn hálf-hræddur um, að Þórður hafi það varla heim í kveld. Það er naumast ratljóst orðið. Eða hún Sigga! Það er óhugsandi, að hún hafi hreyft sig frá Heiði. Jeg vildi líka, að hún hefði ekki gjört það. Það er ekki barnaveður úti núna. Hann Þórður hefði átt að tafca fyrir, að verða þar lfka. Jeg vona að þú hafir sent þangað svo mikið af matvælum, góða min, að það þurfi ekki að vera svangt þar um jólin, þótt þau verði þar í nótt«. »Það hugsa jeg. En dauflegt verður hjerna í kveld ef þau koma hvorugt, og við frjettum ekkert af Siggu«. »Að vísu er það leiðara, en við megum vera róleg fyrir því. Ekki þurfum við að láta okkur koma til hug- ar, að hún hafi farið nokkurt fet frá Heiði. En ekki er óhugsandi, að Þórður komi, þó að veðrið sje vont. Jeg vildi að hann hefði fundið alla sauðina, þá væru allar okkar skepnur inni í nótt, nema hún Skjóna. En það þarf nú ekki að tala um hana úr þessu. Það getur margt orðið um skepnurnar ailt sumarið á afrjettunum. Jeg er viss um, að hún væri komin, ef hún væri lifandi, hún, sem allt af hefir verið vön að koma sjálf um rjetta- leytið«. »Aumingja Skjóna. Jeg vildi að hún hefði ekki kval- izt mikið«. »En hvað þú ert orðinn fallegur Nonni minn, svo hreinn og vel greiddur. 0g hvað nýju fötin þín fara þjer vel. Og þú Gunna og Stína, Stebbi og Mundi, öll í nýjum fallegum fötum. Góð er hún mamma við ykkur. Jeg held að jeg þurfi að þvo mjer líka og hafa fata- skipti. Fötin eru farin að þiðna það utan á mjer, að jeg kemst nú líklega úr þeim«.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.