Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Blaðsíða 3
115 til lífs og þroska. Skipulagið undir niðri hið sama, alþyðu áhugi mikill, trúarlíf hið heitasta hjá þjóðinni, og prestastjettin hennar átrúnaðargoð. Nú telst svo til að hennar 11 til 12 hundruð fastir prestar hafiað jöfnuði yfir 3000 kr. í árstekjur. Nú þegar á þessi kirkjudeild afarmikla stofnfjáreign, er skiptist 1 launasjóð og byggingarsjóð kirkna og staða. Af ríkiseign á hún ekki eyris virði. Ef vjer snúum oss til Englands, mæta oss hinar frægu fornu kirkjndeildir landsins: Baptistar, Oldungakirkjur, Safnaðamenn (Comjregationalistar) og loks hinn yngsti og undir eins voldugasti flokkurinn: Meþódistarnir. Það yrði of langt mál í þetta sinn að skyra frá höfuðdeildum þessum til hlítar, sem aptur skiptast í ýmsa flokka, einkum Meþódistarnir, með /msuni siðbreytingum í þeirra fyrirkomulagi, kenningum og stefnum. En eitt og sama grundvallar-prinsíp eða frumregla vakir fyrir þeim öllum og skín í gegnum þeirra fyrirkomulagsvef eins og uppistaða. Það er, að »guðsorð« og vilji kirknanna sjálfra ráði lögum og lofum, en hvorki ríkið nje biskupar. Öldungakirkjan enska hefir sama snið og hin skozka, og sviplíkt snið hafa sklrendurnir (Baptistar) í öllum deild- um og löndum (breytingin er mest í því falin, sem til skírnarinn- ar tekur). Um sjálfa Meþódistana má þó sviph'kt segja, nema hvað þeir í stað þess að neita barnaskírninni, halda ríkt fram endurfœðingarkenningunni og hinum ytri lieilagleik fyrir apturhvarf og trú. Meþódistar, sem deilast í ýmsa flokka, þykja hafa mjög praktiskt fyrirkomulag. Aðaldeild Meþódista (Wesleyan Methodists) er stjórnað af ársþingi (Conference), sem 240 prestar og jafnmarg- ir leikmenn, valdir árlega með frjálsum kosningum, sitja í. Svo eru misserisþing (semi-annual meetings) presta í hjeraði hverju, og loks hálfmisserisþing presta og embættismanna í hverri þinghá (circuit). Meþódistar eru nú fjölmennastur kirkjuflokkur Englendinga eptir Biskupakirkjuna, sem telur um helming landsmanna. Næstir Meþódistum að riki og fjölmenni eru Safnaðamenn (Congregationa- listar eða Independentar). Þeir eru lengst komnir í kirkjulegu lýðfrelsi og frjálslyndi, enda heyra, meir og minna, þeim flokki til margir minni flokkar, sem mikla þýðingu hafa t. a. m. Únítarar, sem eiga einar 300-400 kirkjur, en teljast hafa gegnum sýrt flest- allar kirkjudeildir landsins, og þó mest Biskupakirkjuna sjálfa. (Sbr. Withakórs Almanak í fyrra). Independentar lofa hverjum einasta söfnuði að eiga sig og skapa sjer sjálfum stjórn, játninga- reglur, siði og tíðahald (ritus og ritual). Víðast hvar eru þó all- margir söfnuðir í sambandi. Stórt samband þeira er Gongregational

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.