Kirkjublaðið - 01.08.1897, Side 4

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Side 4
116 Union, stofnað 1831. Þeir eru hin elzta kirkjudeild í Englandi og hin frægasta, og teljast frá 17. öld móðurkirkja margra hinna ame- rísku safnaða. Alls eru kirkjudeildir á Englandi hátt á 3. hundr- að að tölu. Og A'ilji menn vita sögur þeirra, upptök og fyrirkomu- lag, er ekki einhlytt að lesa kirkjusögur, menn verða að senda valda menn, frjálslynda og velfæra, helzt unga og stórhuga, og sízt innri missíónarmenn — senda þá gagngjört til Englands og láta þa fræðast af sjálfum viðkomendum, gæti sá fróðleikur, sem þar með fengizt, orðið oss mikill fjársjóður. Eins og líklegar margir prestar vorir hafa heyrt, eru margir Englendingar því meðmæltir að aftaka Biskupakirkj una. En slíkt er hægra að segja en gjöra. Og stafi þaðan þetta tal hjá oss, að taka kirkjuna frá stjórninni, þá ætti ekki illa við að skvra dálítið fyrir mönnum, hvílíkt bákn það er, sem kallast Biskupakirkja á Englandi og hvílika sögu hún geymir í skauti sínu. Til þess mið- ar nú ekki þessi litla grein, en smábendingar í þá átt má gefa. Enska kirkjan er hin lang-gjörvilegasta af dætrum hinnar rómversku móðurkirkju og henui lang-líkust í anda og útliti. Hún er minnst frábreytt hinu forna formi, og samofinn þjóð og sögu. Nálegaallt hið bezta, og undir eins lakasta í eðlisfari Breta má óhætt segja að hafi nærzt og þróazt og löngu fastgróið orðið í þeirra voldugu Biskupakirkju. Af hinu bezta má telja guðrækni og heilagleik, lofsvert umburðarlyndi (innan vissra takmarka), tign og ríki og skörungsskap. En af hinu taginu: ofmetnað og eigingirni, skinhelgi og þrályndi, apturhald og hroka — allar syndir Skriptlærðra og Farísea. Biskupakirkjan er ein af kjörgripum Jóns Bola; hún er hans ímynd, og hefir alveg sama skaplyndi: hún umber allt, þolir allt — ótrúlegustu öfgar og mótsetningar, en vill líka» eiga allt, gína yfir öllu og lofa svo öllu að ráða sjer sjálft. Hún er stór- fjelag höfðingja og auðkyfinga, og forrjettindi hennar, auður og of- metnaður má vekja undrun allra, sem ókunnir eru stórmennsku og fastlyndi þessarar ríkisþjóðar. Stjórn hennar er kaþólsk og forn- eskjuleg, stórfeld og margbrotin, A Englandi sjálfu eru tveir erkibiskupar, og skipta þeir með sjer landinu; er annað umdæmið kennt við Kantaraborg, og tekur yfir 24 biskupsríki. Sá erki- biskup er æðstur þegn Bretadrottningar á eptir konungsættinni og heitir Primas (Primate) alls Englands. Erkibiskupinn af Jórvík ræðuryfir 10 biskupsdæmum og er líttilli tröppu lægri; hefir og hinn 15000 pund i árstekjur, en þessi ekki nema 10,000. Jafnt hefir Lundúnabiskupinn, en hinir 4 og 5 þús. flestir, nema Manar bisk- upinn, sem ekki fær í laun nema 2000 £ (36 þús. kr.)! Flestir eiga þeir sæti í lávarðastofunni, og flestir hafa aðstoðar-biskupa

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.