Kirkjublaðið - 01.08.1897, Qupperneq 5

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Qupperneq 5
117 (Assistent-bishops, Suffragans) og þar hjá fjölda af öSrum prelátum: dómherrum (Deans), stiptpróföstum (Rural deans), erkidjáknum og kórsbræðrum viS dómkirkjurnar. Fjárheimta prelátanna er í höndum umboSsmanna (Commissioners), og Klerkaþing (Convocation) heldur hver erkibiskupinn fyrirsig, og Kantaraborgar-erkibiskupsdæmið hefur aS auki leikmannaþing meS tveimur málstofum (sem presta- þingin líka hafa), og er kosiS til þess meS tvöföldum kosningum hvert sinn, sem til Parlamentisins er kosiö. Launalög þessarar kirkju eru og næsta fornfáleg, því fjöldi presta, einkurn víkarar og þingaprestar preláta og höfSing'ja (Curates). lifa viS sult og seyru, en aSrir fá laun eins og biskupar. Prestar kirkjunnar á Englandi sjálfu eru um 23000, en prestaköll ekki nema 14 þúsund. Prófastar (og stiptpróf.) eru yfir 800. A írlandi eru 13 biskups- dæmi og 2 erkibiskupar, en 7 á Skotlandi. I nýlendunum yfir 80 biskupar. — Rapólska kirkjan er og allrík á Englandi. Hún fjekk fasta skipun ekki fyr en 1850, og telst lúta einum erkibisk- upi (af Westminster)og 14 lySbiskupum. A Skotlandi eru 2 kaþólskir erkibiskupar og 5 biskupsdæmi, en á Irlandi, sem enn er aS mestu kaþólskt land, eru 5 erkibiskupar og 24 biskupar. . TaliS er að 2 milljónir Englendinga sjálfra sje þeirrar trúar. Heimtar sú kirkja ógrynni fjár og embætta, enda hefur hún miklu fleiri málum aS skipta og stofnanir undir höndum en nokkur hinna nyrri kirkna. En hvaS viðvíkur kirkjunum í Ameríku, sem allar má kalla frikirkjur, þá hafa þær flestar safnaðarstjórn eptir fornenskri (kal- vínskri) fyrirmynd, en voru þó lengi strangar og hjeraðsríkar inn á við. Hafa tilhaganir þeirra ýmislega breyzt eptir landsháttum og þörfum, sem ekki er unt að lýsa í fárn orðum. En mikill rnis- skilningur er þaS, ef menn ætla að í Ameriku hafi veriS meira trúar- og hugsunarfrelsi í fríkirkjum en á Englandi. Trúar- og hugsunarfrelsi eru ekki frikirkju-hugsjónir nema í vissum og sjer- stökum skilningi. Nálega allar kirkjudeildir, sem í sögunni liafa myrrdazt, skildu við frelsi það, að þola ekki að láta nðra troða upp á sig annari trú og tilhögun í kirkjum, en þeir vildu sjálfir. Og þetta var rjett. En hitt varð reyndin, að þeir, sem náSu þess- um rjettindum, synjuðuöðrum sönrtt rjettinda, ef þeirra valdi lutu. Independentar einir voru þar sanngjarnastir, því hver söfnuður.hjá þeim hefur nálega ótakmarkað frelsi — í oiði kveSuu þó, með því þeir eins og aðrir hafa bundiö sig sjálfir, og binda enn, með forn- helgum kreddum og afmældu umburSarlyndi). Metorð klerka eða ríki er og einkenni nálega allra Ameríku kirkjudeilda. Og sami bragrtr varð á synodusstjórn inrrflytjendanna; einkum hafa hinar

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.