Kirkjublaðið - 01.08.1897, Side 7

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Side 7
119 an er til einskis að tala um fríkirkju eða aðskilnað ríkis og kirkju. Eða hvað vilja menn fá! Og hvað vilja menn leggja í sölurnarl —- Hver getur nú svarað? Það er ekki hægt að segja: Vjer viljum fá í hendur alþýðu öll ráð yfir málum kirkjunnar, og skipa henni síðan samkvæmt kröfum tímans. Og líka heimtum vjer öll kirkjufjen. En hver er þessi y>vjer<('? og hvað vill )>tíminn<(. Setjum nú svo, að hið fyrra fengist, en ekki fjeð — hvaðsvo? Mundum vjer vera færir um að feta í fótspor Skotanna? Nei! og sleppum því, en setjum hitt, að að vjer fengjum eignirnar. Hvílíkt uppnám yrði þá ekki fyrir dyr- um? Hinar fornu kirkjur gátu furðanlega haldið einingunni í bandi — trúarinnar. Mundi þvi vera treystandi nú? Mundu ekki sumir vilja nota fjeð meira til fræðslu og skóla, en aðrir meira í trúarinnar þarfir eða mundi ekki flokkunum fjölga? Hvar yrði einingin, stjórnin? -— Þetta allt lagaðist af sjálfu sér — segja menn — þegar í eldinn væri komið; menn mættu til. Nei menn eiga ekki að stofna til stórbyltinga að gamni sínu. Deilur upp- nám, sífeldur sveitardráttur og sóknarleysingar yrði efst á teningn- um. Þar sem pólitískur þroski er kominn, auður er nógur og fjöl- menni, þar gæti þvílíkt »experiment« slarkazt af með stórum upp- offrunum. En hjer alls ekki. Fríkirkja án fastra trúarjátninga, eða án sömu lífsskoðana fyrir allan þorrann, hefir í rauninni aldrei átt sér stað — getur ekki staðist, heldur fer á víð og dreif, líkt og Indepeudentar, ellegar verður einungis súrdeig annara kirkna, en sjálf laus og óákveðin. Að vísu kunna þeir að hafa rjett fyrir sér, sem segja, að kreddu- bundnar kirkjur verði smámsaman ómögulegar, en hvað þá, ef ríkin, þjóðfjelögin í heild sinni, hætta að styðja þær með valdi sínu, lög- um, stjettum, stofnunum, auði og áliti? Ríkis- og þjóðkirkju, geta — enn átt mörg og máttug lífsskilyrði — ef rjett er áhaldið. Fornt allsherjarskipulag kann að s/nast sjúkt og komið rjett í kör, og getur þó lifnað við. Með 'óllu formi má stjórna vel. Lífskerfi hinnar gömlu skógareika er ótrúlega seigt, þær grænka lengi með nyju vori og veita kynslóðunum skjól. En sjeu þær felldar fyrir örlög fram, en ekki studdar og að þeim hlynnt, verður auðn eptir og menn ráfa með söknuði og sorg um þurra staði. Reformation er betri en Revolútíón. Það er ísjárvert að fella gamla bæinn fyr en hinn nýi er byggður;. það er hættulegt að brenna skip sín á und- an orustunni. Það er hættulegt að vera bráður og nyjungagjarn eins og Ca.'sar sagði um forfeður íranna, hina görnlu Galla. írar eru enn í dag óspök þjóð, sem hvorki kann sjálfri sjer að stjórna nje öðrum að hlýða. Látum oss ef fáeinir dropar af því blóði skyldu

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.