Kirkjublaðið - 01.08.1897, Qupperneq 14

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Qupperneq 14
126 óðum fækka. Hið rjetta og sanna mun sigri hrósa, úr því farið er að berjast fyrir því. Vjer skulum þá trúa því fastlega, að vjer vinnum aptur það, sem kristindómslif vort hefir tapað A umliðn- um áratugum, og oss takist að færa það til meiri blóma, en það hefir nokkru sinni haft á landi þessu. Guð gefi náð og krapt síns heilaga anda til þessa! Borgaralega hjónabandið í ríkisþingi Dana, sem Kbl. gat um í vetur sem leið (VII, 1), fjekk þau afdrif að landsþingiS felldi frumvarpiS mjög svo umræSulítiS. I fólksþinginu hafSi mál- iS fengiS allrækilega meSferð. Mikill meiri hluti nefndarinnar aS- hylltist þá meginhugsun frumvarpsins aS borgaralegt hjónahand væri lögskipaS öllum, en kirkjulega vígslan hverjum í sjálfsvald sett. Nefndin hrakti þá mótbáru að borgaralegt hjónaband fjar- lægi menn frá kirkjunni. Á Þ/zkalandi eru þaS 96 af 100 sem ept- ir á leita kirkjulegrar vígslu. Borgaralegt hjónaband er nú lög- boðið í þessum löndum: Þ/zkalandi, Ungverjalandi, Italíu, Spáni, Frakklandi, Sviss, Hollandi og Belgíu. Á Englandi má kjósa um hvort sem vill. Nefndin ætlaði hlutaðeigandi yfirvöldum að framkvæma hið borgaralega hjónaband, eins og nú á sjer stað, þar sem það leyfist; en þar sem enginn slíkur valdsmaður er innan sveitarfjelagsins, k/s sveitarstjórnin »hjónabandsforstöðumann«, karl eða konu til 6 ára, er framkvæmir athöfnina eptir settum reglum. Prestar leys- ist frá giptingarskyldunni, þurfa enga ástæðu aS færa fyrir neitun sinni og neitun þeirra verður eigi ón/tt af kirkjustjórninni. Jafn- framt skyldi þá úr lögum numin 14. gr. hjór.abandstilskipunarinn- ar (30. apríl 1824), sem bindur hjónavígsluna við 'sóknarprest brúð- urinnar. Við umræðurnar kom það til tals að prestarnir hefðu og á hendi hina borgaralegu athöfn, en þó var þaS taliö ógjörlegt, sum- ir vildu sleppa öllum áminningarlestri við þá athöfn. Aöalmót- báran kom frá ráðgjafa kirkju- og kennslumála, að frumvarpiS væri ótímabært, fólkið óskaði eigi þessarar breytingar, en hann var minntur á það að fólkið hefði heldur eigi borið sig eptir trúarbragSa- frelsi, hugsjónir samvizkufrelsisins eru fyrir ofan og utan almenn- ing, þar verður löggjöfin að verða fyrri til. Eigi minnti framsögu- maðurinn síður á orð Lúters, »að hjónabandið er veraldleg athöfn, þar sem andlegrar stjettar menn eiga ekkert um að fjalia eða fyr- ir að skipa«.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.