Kirkjublaðið - 01.08.1897, Síða 15

Kirkjublaðið - 01.08.1897, Síða 15
127 Fólksþingið samþykkti með miklum meiri hluta frumvarpiS eins og það kom frá nefndinni, og hefir því máli áður eigi skilað jafnlangt áfram á þingi Dana. Stór dánargjöf. Hin þjóðkunna ágætiskona, ekkjufrú Herdís Benedictsen, sem andaðist hjer í Reykjavík 23. þ. m., hefir með arfleiðsluskrá gefið 3/4 hluti skuldlausra eigna sinna til stofnunar kvennaskóla á Vest- urlandi, sem á sínum tima á að heita »Minning Herdísar og Ingi- leifar Benedictsen«. Gjöfin stendur undir stjórn landshöfðingja, skal eigunum komið í konungleg skuldabrjef og vextir lagðir við sjóðinn í 10 ár, og má aldrei skerða þann höfuðstól. Þá skal enn leggja upp vexti, þangað til landshöfðingi í samráði við amtsráð vesturamtsins álítur fjeð nægilegt til að setja skólann á stofn, þannig, að hann geti tekið til starfa án þess, að höfuðstóllinn sje skertur. Akveðið er í arfleiðslnskránni að fyrirkomulag skólans skuli vera líkt kvennaskólanum á Ytri-Ey. Skólinn á helzt að verða reistur í einhverri af sýslunum við Breiðafjörð. Allar ráðstafanir til að koma skólanum á fót og álcveða fyrirkomulag hans skulu gjörðar af landshöfðingja í samráði við amtsráð vesturamtsins, og undir sömu stjórn stendur skólinn með öllum eignum sínum eptir að hann er stofnsettur. Skólinn á að varðveita í einni kennslu- stofunni myndir þeirra hjóna frú Herdísar og Brynjólfs heitins kaupmanns Benedictsens í Flatey og Ingileifar heitinnar dóttur þeirra. Gjöfin mun vera um 40,000 kr. og verður því eigi mjög langt að bíða fram yfir hin ákveðnu 10 ár, að stofnun þessi komist á fót og taki til starfa. Frá sama húsinu hjer í bæ er þá komin önnur stærsta dán- argjöfin á þessum mannsaldri til almennings þarfa, því hús frú Herdísar heitinnar var áður eign og bústaður sjera Haunesar Arna- sonar, sem ljet eptir sig fullar 30,000 kr. til eflingar heimspeki- legum vísindum á íslandi. Tvær vestfirzkar merkiskonur ha.fa á síðustu árum gefið land- inu eigur sínar eptir sinn dag, hin konan er frú Katrín Þorvalds- dóttir (Kbl. VI. 4). Slík dæmi eru svo lofsamleg og eptirbreytn- isverð, að skylt er að halda þeim sem mest á lopti.'

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.