Sunnanfari - 01.01.1896, Síða 7

Sunnanfari - 01.01.1896, Síða 7
55 En veikin hélt áfram og manndauðinn fór vaxandi. A slíkum dögum er læknirinn aðalmaðurinn. Og læknirinn þarna var garpur hinn mesti í sinni konst, lærður á Hafnarháskóla og gerði kraptaverk þegar tilefni var til slíkra verka, en það var annaðhvert og þriðjahvert ár, þegar óvanalegar meinsemdir komu fyrir, beinbrot og þessháttar. En gegn þessari drepsótt stóð hann vopnlaus, enda var læknisdæmið afarstórt svo að mæla mátti það í dagleiðum, en veikin allt í kring og í mörg horn að líta. Skottulæknar flugu eins og þeytispjöld hreppshornanna á milli. Reyndar vissu þeir sjálfir mætavel. að þeir höfðu ekkert að gera, gátu eingum hjálpað, en mann- gæzkan og meðaumkvunarsemin bönnuðu þeim að neita nokkrum manni um að koma og líta á sjúk- lingana, gefa ráð og meðöl, úr því þeirra var nú leitað og náunginn treysti á hjálp þeirra. þ>eir tóku fyrir litla eða einga borgun, en eyddu í þetta tíma sínum og vinnu allt sumarið. »Guð má vita hvar þetta lendir«, sagði Guðmundur karl, húsmaður á Vaði, við lækn- inn. Hann hafði verið sendur eptir lækninum og var á leiðinni að útlista fyrir honum veik- indin og ástandið á útsveitunum. »þ>ú ert mesti sauður Gvendur«, hugsaði læknirinn en sagði það ekki, og lét hugsun sína í ljósi með allt öðrum orðum. En þetta andvarp var nú svo rígbundið við hugsun Guðmundar gamla um veikindin og allt ástandið, að fám dögum seinna, þegar hanti var á leiðinni með skottulæknirinn og þeir áttu tal um sama efni. sagði haun aptur: »Guð má vita hvar þetta lendir«, og svo bætti hantt við: »þ>ið megið hafa á spöðununum, læknarnir«. En Sveinn Skotti gat þess, að öll heimsens veska hefðe allt tel þessa dags reynst ónóg og ónýt í veðöreignenne veð þessa illkenjöðö flonsö og ekki síðör í París og í Kaupinhafn en hér á jjotö lande og að vísindafélögen í Lundún og nýju Jork og Berlín og sankti Pétörsborg og yfer höföð um allan heim álitö hana enn þann dag í dag með öllö ólæknande og í öllum lækn- ingabóköm være henne boren sama sagan, jafn- vel suðör í Kína þar sem ekke væri nú reyndar stóru til að dreyfa með lækningar være hún talen versta veike og dræpe þá þar eins og hráveðe og dauðenn være þar herra hvar sem hún næðe fótfestö. Og margan annan fróðleik kendi hann Gvendi. Nokkrum dögum seinna var Guðmundur sendur til að taka gröfiná. »Guð má vita hvar þetta lendir, prestur minn!« sagði hann þegar hann hafði heilsað presti Og skýrt honum frá erindinu. »Ojæja, Guðmundur minn«, sagði prestur. En Guðmundur mintist þá á til hvers guð gæfi þessa blessaða tíð og þennan einmuna grasvöxt, þegar hann lofaði ekki fólkinu að njóta þess öðruvisi en nú. »Við skulum nú vona að þessu linni bráðum*, sagði prestur. »Eg veit ekki hvað segja skal«, sagði Guð- mundur og gekk með rekuna út í kirkjugarðinn. Honutn fannst presti ekki þykja það vera al- menningsmeðfæri að ræða um þá hluti. þ>að var barn hjónanna á Vaði, sem nú átti að jarðsyngja. þ>að voru ríkishjón og presturinn vissi að þau höfðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að leita því lækninga. Nú var það hans hlutskipti að hugga, og í ræðunni sagði hann því meðal annars svo: »Eingin umönnun, eingin mannleg aðhjúkrun leingir lífið um eina stund. J>egar drottinn kallar: komdu til mín! þá er lífinu lokið. Hvað duga sóttvarnir, hvað duga læknismeðöl, hvað dugar lífslaungunin, hvað dugar sorg foreldra og vina, hvað dugar jafn- vel bænin sjálf, heit og innileg, þegar dauðitin ber að dyrum? En skilnaðurinn er stuttur, lífið er ekki langt, en eilífðin óendanleg. Hann sem kallar, veit hvað stundinni líður, hann sem hrópar þig burtu, veit hvað þér er fyrir beztu. Drott- inn gaf og drottinn tók! Verði þinn vilji! J>að er einasta lausnin á öllum vorum ráðstöfunum, allri vorri umhugsun, allri vorri umhyggju. J>að eru stærstu, dýrmætustu og fegurstu orðin: Verði þinn vilji. ... —--------- (Meira.) ___________ G. Lftgfræðisprófs fyrra hluta tók Oddur Gíslason frá Lokinhömnum 9. Jan með 1. einkunn. Marino Hafstein 17. Jan. með 2. einkunn. Læknisfræðisprófs fyrra hluta tók Sœmundvr Bjarnhéðinsson og Kristján Kristjánsson í Janúar með 1. einkunn, Fjöllistaprófs fyrra hluta tók í Janúar Sigurður Pétursson frá Ananaustum með 2. einkunn hárri. Lögfræðispróf algert tók 4. Febr. Björgvin Vigfússon med 2. einkunn. Vöggnvísa gömnl. Vaki einglar vöggu hjá, varni skaðanum kalda; breiði Jesús barnið á blessan þúsundfalda. Leiðréttingar: Bls. 85a21 bikna, 1. blikna\ á sömu bls. 11. I. n. kjötmeti, 1. kjÖrmeti; bls 46a32 á og, 1. á. Auglýsingin á bls. 47—48 stendur af ógáti í V, 6; hún átti að falla burt. Sömuleiðis er það tekið eptir dönskum blöðum að Valdimar Davíðsson sé dáinn 14. Janúar, en réttara mun 13. Jan., sem stendur í auglýsingu frá ekkju hans. „Sameiningin“, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút kirkjufélagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstj. Jón Bjarna- son. Verð í Vesturh. i dollar árg., á íslandi nærri því heltn- ingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og útgerð allri. IO. árg. byrjaði í Matts 1895. Pæst í bókaverzlun Sig. Krist- jánssonar í Reykjavík og hjá ýmsum mönnum víðs vegar úl um alt land.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.