Alþýðublaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 13
 KASTLJÓS Forseii aiisherjarljings SÞ FREDERICK Henry Bo- land, írski sendiherrann, sem kjörinn var forseti yfir- standandi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, hefur mikla aðdáun á einni tilvitn un í Hóras, aequam, mem- ento rebus in arduis ser- vare mentem, en það þýðir nánast: mundu að varð- veita hugarró í erfiðleikum. Allir eru sammála um, að 15. Allsherjarþingið verði „erfitt“, enda eru á dagsskrá þess 87 mál, sem mörg hver eru hlaðin sprengiefni. Þessi írski diplómat er 56 ára að aldri og val hans er afleiðing þess hve Afríku málin skipa mikinn sess á þessu Allsherjarþingi. Bo- land hefur mikla reynslu í þeim málum, enda hefur hann verið formaður vernd argæzlunefndarinnar um ára bil. Afstaða íra til hinna nýju ríkja á líka sinn þátt í vah hans. írska ríkisstjórnin hefur með stefnu sinni unn ið hylli flestra ríkja Afríku og Asíu. í deilu stórveld- anna í austri og vestri hafa írar jafnan verið hlutlaus ir, eða réttara sagt fylgt sjálf stæðri stefnu. Þeir hafa ver ið ómyrkir í máli varðandi Alsír, kommúnista-Kína og borið fram afvopnunartil- lögur upp á eigin spýtur. Boland kann betur við að kalla stefnu íra sjálfstæða en hlutlausa. írar voru á- samt Svíum þeir fyrstu, sem sendu herlið á vegum Sam einuðu þjóðanna til Kongó. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja, að Boland sé ágætur ræðumaður, á- kveðinn og laginn samninga maður. Boland er fæddur í Dublin og gekk þar á skóla. Hann nam klassisk mál og lög og varð málfærslumaður. A skólaárunum stjórnaði hann danshljómsveit og enn kemur það fyrir, að hann skemmti gestum með píanóleik. Hann gekk í írsku utanríkisþjónustuna 1929, starfaði um hríð í Par ís og varð 1935 formaður ut anríkisnefndar Þjóðabanda- lagsins. 1946 varð hann skip aður ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneytinu og 1950 varð hann sendiherra í London. il|WWWWW»WWM»»WMIW»iWWWHiHW>WWWMM*MMM»MMIwmi*WMMMMMWWMMW Hesteyrarkirkju „Þú skalf ekki girnast hús hús náunga þíns" Enn um „Þú skalt eigi girnast hús náunga þíns“. BISKUP landsins hefur talað. Álit hans á þeirri ráð- stöfun að rífa Hesteyrarkirkju og flytja til Súðavíkur við ísafjarðardjúp er nú orðið op- inbert. í grein biskups í Morg- unblaðinu 20. sept. kemur í ijós, að ekkert samráð var haft við nokkurn þeirra, er hlut áttu að máli. Engrar afsökunar er beðizt á slíku fljótræði. Álit pró- fastsins á ísafirði, sr. Sigurð- ar Kristjánssonar, var látið nægja. Þess þótti ekki þörf að kynna sér málið betur. Þeir beita alræðisvaldi sínu — pró- fastur og biskup — og við fyrrverándi og núverandi Sléttuhreppíngar hljótum að fyllast lotningu og þakkláts- semi, þegar við hugsum um björgunarstarfsemi þessara mætu manna. Tilfinningar þeirra, sem komnir eru á gamals aldur og eiga þá ósk heitasta að fá að hvíla í kirkjugarði meðal ætt- ingja og vina eru fótum troðn-. ar, og ítrekaðar óskir þeirra einskir virtar. Og svo segir biskup orðrétt í grein sinni: ,,Ég skil það vel, ' að ræktarsömum mönnum, sem eiga helgar minningar bundnar við b°ssa kirkju á sínum fyrri st-’* sé þetta við- kvæmt mál“ vrév er talað um helgar minr; Er það þá skoðun biskup- að til þessara helgu minni"!ra ~igi ekki að taka nokkur+ "dnnsta tillit? Er það í sam”æ'ni við Guðs lög? Biskup tal' urn þau ömur- . legii afdrif m kirkjunni hefðu verið ■ á Hesteyri. Hér er talað lítt af kunnug- leika, enda hefur biskup aldrei þangað komið og heim- ildarmaður hans sennilega sami og áður. Á hverju sumri hefur ver- ið litið eftir kirkjunni og það lagfært, sem þurfa þótti. Áuk þess ber og að geta þess, að kirkjan var mjög vel járnvar- in og efniviður í alla staði hinn bezti og ófúinn, svo að engin hætta var 4 hinum öm- urlegu afdrifum í náinni framtíð. Það er mál flestra, að átt- hagatryggð hafi fremur auk- izt heldur en hitt. Fjölmennt „Átthagafélag Sléttuhrepps“ er starfandi hér í Reykjavík. Þar hafði komið til tals m. a. að fara til Hesteyrar og mála kirkjuna upp að nýju. En við erum látin losna við þá ívrir- höfn af einskærri góðvild, til þess að annað byggðarlag geti á ódýran hátt notfært sér handaverk annarra, komið sér upp kirkju á annarra kostnað og með því móti losnað að miklu leyti við þann kostnað, sem önnur byggðarlög verða fyrir við smíði kirkjubvgg- inga. —• Súðvíkingar geta hrósað happi yfir því, að eiga svo góða samverkamenn —. Á hverju ári er hárri upp- hæð varið til kirkna á landi okkar. Hversu há skyldi upp- hæðin vera t. d. til Skálholts- kirkju? Það mætti gjarnan hugleiða það, hvort nytsemin sé í samræmi við þá fjárhæð, sem til hennar hefur verið var ið. Biskup hefur staðið fram- arlega í hópi þeirra manna, sem barist hafa fyrir endur- reisn hennar sem veglegt minnismerki á hinum þjóð- helga stað, — og er það vel. En minnisvarði okkar Sléttuhreppinga, sem fengið hefur að vera í friði í 61 ár, handaverk fyrirrennara og okkar sjálfra, er rifinn til grunna, til þess að annað byggðalag megi góðs af njóta. Eða er það ef til vill ætlun forstöðumanna verksins að láta rífa kirkjuna á Hesteyri, líkt og í Skálholti, til þess að beita sér fyrir smíði annarrar °g glæsilegri steinkirkju, er fái staðið um aldur og ævi. — Það var betra að taka lamb fátæka mannsins en þess ríka, og það var betra að hafa ekki of hátt um það. Kirkjan á Hesteyri var bjrggð árið 1899. Hún var mjög stór á þeirra tíma mæli- kvarða og rúmaði 100 manns. Norðmenn sáu um útvegun á völdu efni til kirkjubyggingar arinnar. Árið 1920 fóru fram gagngerar endurbætur yzt sem innst, og kirkjan var sannarlega sómi sveitar sinn- ar. Hún var að öllu leyti eign safnaðarins án nokkurra opin- berra styrkja. Biskup vísar til laga til að réttlæta málstað sinn. En við þekkjum þess svo mörg dæmi, að lög eru ekki einhlít. Laga- breytingar eiga sér stað á hverjum tíma og sum lög eru jafnvel orðin úrelt, áður en þau koma til framkvæmda. — Það gæti þess vegna verið, að lagabókstafurinn, sem biskup vísar til, sé ekki hið eina rétta í þessu máli. í upphafi greinar sinnar um Hesteyrarkirkju getur biskup þess, að nokkurs misskilnings gæti í greinum tveggja. Hest- eyringa, sem höfðu um málið skrifað. Þennan misskilning segist hann vilja reyna að leið rétta, Það skyld ekki vera, að misskilningurinn væri hjá öðrum aðilum? Hvaðan hefur biskup upplýsingar sínar? —■ Hann talar urn sveitina, sem verið hefur 1 eyði í hálfan ann- an áratug. Er hér rétt með far ið? Lítum á staðreyndir, Síð- asti ábúandinn á Hesteyri, — Sölvi Betúelsson fluttist til Bolungarvíkur 1. nóvember 1952. Samkvæmt okkar útreikn- ingi verða það átta ár hinn 1. nóvember n , k. Þetta skvldi biskup athuga, áður en hann fer að reyna að leiðrétta mis- skilning annarra. Aðeins átta árum eftir að byggð hefur flutzt frá Hest- eyri er kirkjan með velþókn- un aðila svipt af grunni til brottflutnings. Slíks munu fá eða engin dæmi. Engin vissa er heldur fyrir því, að byggð eigi ekki eftir að færast aftur í Sléttuhrepp innan tíðar. Ef svo yrði, myndi þá biskup og prófastur verða forgöngu- menn um að rífa kirkjuna á nýjan leik. Að þessu sinni í Súðavík, til þess að flytja hana aftur til Hesteyrar til sinna réttu og einu eigenda? íslendingar líta á handritin sem sína eign, þótt þau eitt sinn hafi verið flutt til Dan- merkur. Á sama hátt lítum er víst, að gleðin yfir lambi fá- tæka mannsins verði óskipt? Þess ber að geta, að fyrir nokkrum árum var þess 'far- ið á leit við viðkomandi kirkjuyfirvöld þ. e. a. s. pró- fast og biskup, að kirkjan. fengi að standa. Þessu til stað- festingar eru bréf dagsett 14. október 1952 og 27. september 1953. Svar núverandi biskups við þessari málaleitum hefur nú fengizt á mjög svo skýran hátt í samráði við prófastinn á ísafirði sr. Sigurð Kristjáns- son. Níunda boðorðið er á þessa leið: „ÞÚ SKALT EIGIGIRN- AST HÚS NÁUNGA ÞÍNS“. Hvað er það? Svar: „Vér eig- um að óttast og elska Guð, svo að vér eigi sækjumst eftir arfi eða húsi náunga vors með vél- um, né drögum oss það með YFIRVARPI RÉTTINDA, heldur styðjum hann og styrkjum að halda því“. Á þennan hátt eru skýring- ar Lúthers á níunda boðorð- inu. Hér eru það lög Guðs, sem tala, ekki manna lög. Við- komandi aðilar mættu gjarn- an athuga það, áður en næsta björgunarafrek verður unnið. Að lokum tvær spurningar til prófasts og biskups: Er það rétt, að altaristaflan úr Hesteyrarkirkju, sem flutt var til ísafjarðar, hafi stórlega skemmst vegna vanhirðu og trassaskapar? Er það ætlun kirkjuyfir- valdanna að veita af enn meíri rausn með því að gefa Súðvík- ingum eignir Hesteyrarkirkju, þ. e. kirkjugripi og peninga. í sjóði? Við mótmælum allir í nafni sóknarbarna Hesteyrarkirkju, v -Birgir G. Albertsson, Bjarni Guðmundsson, Hesteyrarkirkja. við sóknarbörn Hesteyrar- kirkju á þennan helgidóm sem okkar lögmætu eign, þrátt fyrir flutning hennar til hins hrörnandi Súðavíkur- þorps, þar sem íbúum hefur fækkað, eins og víða annars staðar. En Súðvíkingum er nokkur vorkunn. Þeir vita, að allt efni til bygginga hefur stór- lega hækkað undanfarið — en Eiríkur Benjamínsson, Guðmundur Guðmundsson Guðmundur J. Guðmundsson, Guðni Jónsson, Hans Hilaríusson, Hilaríus Haraldsson, Hjálmar Gíslason, Jón S. Guðjónsson, Jón Guðnason, Kristinn Gíslason, Sigurjón Hilaríusson, Reidar G. Albertsson, Alþýðublaðið — 30. sept. 1960 £3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.