Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 7
55 kinn við kinn! brjóst við brjóst! En hver hugsun var íjötruð í böndum og byrgð og bærði’ ekki’ á sér held’r en eygló um nótt, er í skínaudi bárusæng blundar hún rótt. Eg þori’ ekki að liða í anda þar inn og yrkja þar ljóðin min! Eg ef til vill trufla þau, óró þar veld, er yrki’ eg, við hljóðfallið vakna þau skelfd og koma til sjálfra sín. Eg hvorki vil slökkva né æsa þinn eld, ást, eða brjótast í helgidóm þinn! í kvöld þína nálægð ég fullvel finn, og friðinn þinn — að ég held! * * * Um nóttina uppi Sigrún sat í sænginni og barninn vaggaði í ró. Hún kvað við það „korriró!11 En þrútið var augað og bólgin brún, — í birtuna á súðinni starði hún af ljósinu daufa, er lýst ei gat í lófa’ hennar skaparún. Hún stundi við: „Blundaðu, blundaðu’ í ró, barn“. — Hún kvað ekki meira, hvort sem hún hugsaði fleira. Hárið frá augum sér glóbjart hún dró. Og ljósið á lampanum dó. Hún kvað enn þá „korriró!“ Vísur Sigrúnar. Nú vakir aftur ástin mín, er áður hugði’ eg dána, En ekkert ljós mér lengur skin, mín lífs-svell aldrei þána. Eg grúfði mig við hjarta hans og hugurinn öllu gleymdi, er hjartans eldur elskandans um æðar mínar streymdi. Svo lengi ástin sæta svaf í sálu minni’ í leynum. En blundi’ er var hún vakin af, þá varð hún: ást í meinum. Nú er hún voldug, öflug, há og ekki tál og draumur. En fram að gröf mér flýtir sá inn fagri, en þungi straumur. En augun þín ef hefði hann og hreina svipinn bjarta, hve sæl ég legði sveininn þann að sinnar móður hjarta! IV. Refsidómar. A Duná reið maður á dökkrauðum fák. — Það dró yfir himininn bjarta rák og bar yfir bæinn í Hvammi. Þar hrapaði stjarna á himni ein. Á hrímhvíta svellbólstra máninn skein svo dauflega’ í dalnum fiammi. Á skörinni stundarkorn staðar hann nam og starði þegjandi’ á ána fram: „Mun Sigrúu í kvöld mín sakna, þó komi ég ekki’ að Hvammi heim, — mun hljóðara verða’ yfir stöðvum þeim, við hneggið í Hrana’ er þau vakna ? En ég verð að fara, já, fara minn veg, — svo fárlegum ósköpum valdið hef ég og bróður minn sorglega svikið, því ástin til konu haus rændi mig ró, — sú raun, er mig hingað að vökinni dró, ég braut, ó, svo mikið, mikið!“ Hann reið fram á sköriua —, skeifa við svell þá skall —, og í hylinn af baki’ hann féll. Og bassann sinn straumurinn buldi. En næsta dag Sigrún í stofunni stóð og studdist við dálítið saumaborð hljóð og auguu með hendinni huldi og hjartasorg þunga duldi. Vísur Sigrúnar. Hann var mér alt, hann var mitt ljós á vori ástarinnar; hve blessað ljósið brotnar skært í brotum sálar minnar. Svo fór min fyrsta og eina ást, — því ekki’ um drauma’ eg tala. — í syndum fædd í sorg hún dó og sælu’ hún olli’ og kvala!

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.