Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 24

Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 24
72 styðja að því að koma fram eiuhverri ákveðinni skoðun eða hugsjón, sem vakað hefði fyrír höfund- Páll Vigfússon. inum og hanu viljað leiða frairi í skáldverkinu. í>ví meistarinn Hómer dottar iafnvel stundum og fyrirgefa það allir. En ég get ekki fundið neitt það samband milli kvæðanna í Biblíuljóðunum inn- byrðis er sýni, að höfuudurinn hafi hugsað sér að halda þar fostum söguþræði og því síður hitt, að hann hafi ætlað sér að koma þar fram nokkurri á kveðinni skoðun eða hugsjón, enda neitar hann því sjálfur í formálanum. Þessvegna hefðu mörg af kvæðunum vel mátt missast. Biblíuljóðin eru stórt verk og mikið. En bókin hefði verið betri ef hún hefði verið helmingi, eða jafnvel tveim þriðju hlut- um styttri og þá í hana valið það bezta úr ljóð- unum. Og það hefði líka verið vel sæmilegt kvæða- safn að stærðinni til. f>að mun mörgum virðast óviturleg spurning, að spyrja svo, eftir að hafa lesið kvæðasafn ein- hvers skálds: Hversvegna yrkir maðurinn um þetta efni? Því hefir hann ekki ort um eitthvað annað? - Eins og hvert skáld yrki ekki um það, sem næst er hug þess og hjarta! Hér virðist mér þessi spurning þó vera á rétt- um stað. Því það er enginu efi á þvi, að síra Y. B. á sæti meðal fremstu skálda okkar á þessari öld. Og hann hefir iðkað skáldskapinn frernur flestum hinum. En í þessu verki hefir að eins einn af skáldhæfileikum hans getað notið sin; það er rímlistin. Allar frumskapaðar hugmyndir eru að mestu útilokaðar; efnið tekið á þann hátt. Og enn má nefna eitt: Síra V. B. er einkum náttúruskáld; hann er ljós og léttur og honum mundi láta bezt að yrkja náttúrulýsingar og ef' til vill háðkvæði. Hið síðara er, eins og skiljanlegt er, útilokað í þessum kvæðum að mestu; hið fyrra getur þar ekki notið sin réttilega, eins og síðar skal bent á. Trúarskáld er hann ekki og ekki djúpur eða gruflandi. En ritningin er bezt efni fyrir þau skáld. Hann segir í formálanum, að kvæðin eigi að eins að skoðast sem biblíumyndir, eða biblíusögur í ljóðum og megi menn ekki ætlast til annars eða meira af þeím. En því valdi hann sér þetta ætl- unarverk? Það mun sanni næst, að ekki sé nokk- ur sá staður í biblíunni er komist hafi undan rím- ara-ákefð Islendinga á fyrri öldum, þótt enginn einn hafi tekið sér fyrir hendur að ríma ritninguna frá upphafi til enda. Það hefir séra V. B. reyudar, sem betur fer, heldur ekki gert. En hann hefði átt að f'ara fljótar yfir söguna og leggja meira til frá sjálfum sér. Hið helzta sem hann leggur til frá sjálfum sér Þorvarður Kjerulf.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.