Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 23

Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 23
71 ekki vera lifandi nema í leysingum, en þá lítur líka út fyrir að þeir séu miklir. Alt rigningar- vatnið sígur niður og kemur fram í lindum hér og hvar undan hraununum. Jörðin Keldur hefir sjálfsagt fengið nafn sitt á þeim tímum þegar kelda þýddi sama sem lind.* Hvergi eru fallegri lindir en þar. Þær vella þar upp undan túnbrekkunni hljómsterkar og vatns- magnaðar og tvinnast saman í hreitt skínandi fag- urt lækjarband, en niður með lækuum bullar víða hvítfreyðandi vatnið undan bakkanum. A Keldum bjó eins og kunnugt er, Ingjaldur Höskuldsson og í bæjardyrahurðinni er slitinn og forn eirhringur, sem er sagður vera úr skipi Ing- jaldar, en líklega er hann nú yngri. A Reynifelii kvað vera mjög mikið um gaml- ar hleðslur í jörðu, og væri sjálfsagt fróðlegt fyrir fornfræðinga að koma þangað. Manni dettur annars oft í hug Xjála, þarna austur frá; Knafahólar minna á Gunnar, en sjálfur Þríhyrningur, sem rís eins og brattur múrveggur upp yfir héraðið, minnir einkum á Flosa. En Hrihyrningur minnir lika á önnur og rneiri stórtíðindi en þau, sem Njála segir frá. Haun stend- ur eftir eins og skör fjalllendis sem brotnaði og sökk niður svo að suðurlandsundirlendið varð til. En þegar heljarbjörgin i djúpiuu haggast eitt- hvað í skorðum, þá skelfur jörðin. Valdimar Briem: Biblíuijóð. Það var byrjað að þræta um Biblíuljóðin áður en þau komu út, löngu áður en almenningur þekti þau af öðru en nafninu tómu. Bókmentafélagið hafði tekið þau að sér til útgáfu, en þær raddir heyrðust þá, er töldu útgáfu þesskonar rita liggja fyrir utan verksvið félagsius. Og ég verð að játa, að ég er fullkomlega á máli þeirra, er svo mæltu. Hitt er annað mál, að Biblíuljóðin hefðu mátt vera flestum eins velkomin frá félaginu og margt af þvi, er frá því hefir birst síðan þar var um útgáfu þeirra talað. Útgefandi Biblíuljóðanna, hr. Sigurður Krist- *) Að minsta kosti er engin kelda þar til (í nútið- armerkingu þess orðs), sem bærinn hefði getað dregið nafn af. jánsson hefir getið sér eindregið lof allra guðelsk- andi manna og jafnvel margra fleiri fyrir útgáfuna. Eg hygg að hann eigi meira lof skilið fyrir ýmis- legt annað. Þó er bókin frá hans hendi að öllu hin vandaðasta, eins og vera bar. En það var eng- in áhætta að taka að sér útgáí'u Biblíuljóðatma, engiu hætta að upplaginu þyrfti að tortíma í eldi vegna þess að bókin seldist ekki, — með tímanum, þótt útgáfan ef til vildi yrði lengi að borga sig. JÞví þótt það hljóti að vera stærstu og inestu kost- ir bóka í augum útgefanda, að þær séu girnilegar til fróðleiks eða skemtunar, þá mun þó salan viss- ust og tryggust á þeim bókum, sem fallegt er að eiga, vel við eigandi að hafa í bókaskápnum sín- um í gyltu bandi, bókum sem eru sómasamlegar vinagjafir milli heiðvirðra borgara og guðhræddra kvenna. Og ein af þeim bókum eru Biblíuljóðiu. Sá sem velja skal gamalli sómakonu, virtum borg- ara, ungri hefðarmey eða góðu barni fallega og vel viðeigandi gjöf, við eitthvert hátíðlegt tækifæri eða til minja, haqn kaupir Biblíuljóðin og velur vel. Hver einasti prestur verður að eiga Biblíuljóðin. Og gömlu prestarnir deyja og eftirléta þau erfingj- um sínum, en nýir prestar koma í þeirra stað; þeir kaupa allir Biblíuljóðiu. Þau seljast ef til vill ekki fljótt, en lengi, lengi koma árlega inn peningar fyrir Biblíuljóðin. Guð er vanur að launa það, sem fyrir hann er gert. Sjálfur á ég Biblíuljóðin í skrautbandi og hef þau þar sem mest ber á þeim í bókaskápnum mín- um. Eg les í þeim við og við, en aldrei lengi í einu. Þau eru ekkert laðandi til áframhaldandi lesturs. Því þótt þar sé kveðið um einstaka við- burði, sem lýst er í biblíunni, í sömu röð og þeir koma þar fyrir, þá er heildarþráðurinn enginn, er tengi saman. Menn hafa sömu not af hverju ein- stöku kvæði, sem gripið er niður i af handahófi, einhverstaðar í bókinni, hvort menn hafa lesið kvæð- in í kring eða ekki, livort meuu yfir höfuð hafa lesið nokkuð í bókinni áður eða ekki neitt. Bíblíu- ljóðiu eru safn af ósamauhangandi kva:ðum, en ekkert heillegt skáldverk. Og þessi kvæði eru rnjög misjöfn að gæðum. Sum eru góð, einstaka kvæði vel fallegt, en mörg þeirra eru rír og sum ótrúlega þunn. Það væri nú rangt að fiuna að því, að ekki sé alt jafngott í svo stórri bók sem þessi er, ef rírari kvæðin hefðu þar eitthvert ætlunarverk ann- að en að eins það, að sýna sjálf sig, ef þau hefðu það ætlunarverk að tengja öll ljóðin saman í eina heild með fóstum söguþræði, eða ef þau ættu að

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.