Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 10

Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 10
58 liggur þó eflaust nær slíkri meðferð, en lýrikin. Ið episk-lýriska í sögunum fann sitt rétta form á réttum t-íma í sagnstýl þeirra Snorra. Þó tókst þeim Tegnér og Ohlenslæger furðu-vel. Þetta fundu Porngrikkir snemma. Flest þeirra dramatisku lista- verka eru sögur og sagnaIjóð frumaldanna, framsett í veglegum harmsagnaleikum. Svo eru og nálega allar tragedíur til orðnar. Menn sem lítið hafa kynt sér sögu fagurra fræða, sem er mikil og tor- skilin, skyldu vara sig að ala ekki sérvizku manna og fáfræði á dómum út í bláinn, og á sú bending ekki fremur heima hjá Guðmundi Friðjónssyui en ýmsum öðrum. Þó eru persónulegir hókadómar verstir, og eru hreint og beint skrælingjamerki hjá hverri þjóð, sem þeir finnast. Að endingu vil ég bróðurlega benda Guðm. Friðjónssyni á helzta gallann, sem ég þykist finna á hans ljóðasmíð — ekki í metnaðarskyni, heldur í beztu meiningu. Kveðlingar hans eru flestir frumlegir bæði að efni, orðfæri og „stýl“, og „kenningar11 hans eða samlíkingar víða fyndnar og allskáldlegar, enda oftlega svo ramm-íslenzkar að þær ganga vestur í Grænlands-óhygðir, norður í Hafsbotn og austur í Jötunheima. En gallinn þykir mér einkum vera hans íburður og írekstur af samlíkingum; vil ég kalla það kenningar eða kenningarhugmyndir, því sá skáldskaparbragur „kennir“ og „rekur“ og „bindur“ alveg á tilsvar- andi hátt og kenningar hirðskáldanna gömlu gerðu — að minsta kosti upphaflega. Þetta formskrúð er afturfara rnerki í lýriskuin skáldskap, sem smá- saman kæfir tilfinning skáldanna og setur höfuðið í hjartans stað, o: formið deyðir efnið, og eðli list- arinnar og jafnvægi raskast. Svo er varið eftir- mælinu „Jón gamli“ i sama hefti „Sf.“, þar sofnar öll sampíning lesandans bak við rósatjöld formsins, þ. e. samlíkinga-vefsins. Sumt af samlíkingunum er hnyttilegt og á vel við (er skáldleg symbolik), en höf. leikur sér, og leikslokin verða, að lesarinn gleymir gamla manninum, ogsegir: „Skratti yrkir Gvendur laglega, en þó er óg ekki ánægður“. Eg er braglistarvimu', en ekki þeirrar sem fer sveit úr sveit og lifir á því að stæla annara íþrótt, og það er listin, sem ég sagði, að orðin væri allra gagn — og almenningur. En heldur kýs ég fædd- an listamann samt, heldur en eingöngu „lærðan“. Sannir listamenn hafa það einkenni, að formið kæfir aldrei hjá þeim eldinn (andríkið, efnið). Hinir, sem ekki eru búnir að ná í þann eld — það þarf að sækja hann upp í himininn! — þeir hrasa aflir um formið. Og af því kemur það, að flest fyrnist, týnist og gleymist, sem ekki var „af and- anum fætt“. Matth. Jochumsson. Hvernig á að komast til norður heimskautsins. Eftir Friðþjóf Nansen. Margar eru getgáturnar, sem gerðar hafa verið um það, hvernig umhorfs væri f kring um norður- heimskautið, og hefir það örvað ímyndunarafl manna um margar aldir. Nokkur hundruð ár eru liðin síðan hollenzkir landfræðingar héldu, að auður sjór og hlýtt lofts- lag hlyti að vera í kring um norðurheimskautið. Voru skip send þessa leið til að komast skemstu leiðina til Indlands og Kína, en urðu jafnan frá að hverfa, því órjúfanleg ísviðri urðu á vegi þeirra. Það eru jafnvel ekki nerna fjörutiu ár síðan ameríkski sæfræðingurinn Maury reyndi að sanna það á vlsindalegan hátt, að til væri íslaust heim- skautshaf. En er það sannaðist, að íslaust heimskautshaf væri ekki til, varð sú kenuing ofan á, að heim- skautshafið hlyti að vera grunt. Þar væri alt fult af ókuunum löndum og eyjum, og þykkur óhreyfan- legur ís lægi yfir sjálfu heimskautinu. Þessar fyrri hugmyndir verða þó að víkja fyr- ir inum nýrri ransóknum, því þær hafa leitt í ljós, hvernig ástatt væri þarna lengst norður frá. I ferðinni með „Fram“ var það sannað, að ástandið í grend við sjálft heimskautið er að mestu ið sama, sem í þeim hluta heimskautshafsins, sem betur er kunuur. Það var hvorki autt haf né óhreyfanlegur ís, heldur víð og djúp renna, þakin hreyfanlegum is, sem stöðugt er ýmist að bráðna eða frjósa sam- an á ný, og er á ferð frá Síberíu til Grænlands. Vér fundum, að renna þessi var að meðaltali 2000 faðma djúp á öllu því svæði er „Fram“ fór yfir, og er hún augljóstframhald af djúpi Norður-Atlants- hafsius, sem nær inn í ókannaða svæðið milli Græn- lands og Spitzbergen. Haf þetta er að tiltölu hlýtt, í djúpinu, hlýrra en i norðurdjúpi Atlantshafsins. Er auðsætt, að þetta hlýja haf kemur úr Atlantshafinu, fyllir heim- skautsrennuna, kólnar þar smámsaman og rennur

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.