Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 28

Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 28
80 maður og stefnufastur og þótti hinn besti í sam- vinnu á þingi, sem sést á því, að hann var jafnan kosinn í stærstu nefndir í vandasömustu málum. Þorvarður dó úr blóðspýtingi aðfaranótt 26. júli 1893, og var hann þá staddur á Seyðisfirði. Yísur. eftir Guðm. Guðmundsson. Kyrt er hafið, hljótt er alt, - hlýr er hlær á vanga, en mér samt er orðið kalt úti’ í kvöld að ganga. Cflitra’ í vestri gullin ský, er geisli sólar dvínar, þar sem felast allar í æskuvonir mínar. Parðu blessuð, — mundu mig, mundu’ mig æ sem bróður! Ó, að ég gœti elskað þig eins og harnið móður. Farðu blessuð! — Fyrir mig faðmi þig gæfan bjarta. •Ó, að ég mœtti elska þig, en - ■ ekki tjá’r að kvarta! Þú, sem vogi vakir á, voldug aldan bjarta, skvett mér löðri’ á brjóst og brá, brennheitt kældu hjarta. Ef þú, bjarta, einhvern dag í þinn faðm mig brifir kveð þú síðast ljúflingslag llki mfnu yfir. Því er sorg mér settist að og sál var þrungin kvíða, ljúfast fannst mér löngum það á ljóðin þin að hlýða. Opt mig dreymir dagana, dali, gil og bala þar sem heima’ um bagana hljóp ég til að smala. Haltu góða’ um hálsinn minn, hnígðu’ að mínum barmi eins og vafningsviðurinn vefur hlyninn armi! Sárt ég, æska, sakna þín, — sortnar’ á lífsins göngu. Nú eru gömlu gullin mín gleymd fyrir ævaJöngu! Þegar allt er yndishjart yfir sálu minni, skýzt’ fyrir ljósið skýið svart: skuggi’ af ótrygð þinni. Þú fékkst alt, er átti’ eg bezt, — enn mér svíður skaðinn; — þú tókst alt, en eitt er verst, að ilt eitt gafstu’ í staðinn. Ellivísa séra Gunnars Pálssonar (d. 1791). Eg var forðum ungur, eins og frár silungur, hafði hundrað tungur, hendur tíu og fætur, þóttist maður mætur. En nú er eg staur, staur, staur, nú er eg staur og giljagaur gráðugum hrafni ei ætur. Sunnanfari kemur eftirleiðis út 12 sinnum á ári, eða eitt blað á mánuði og kostar þá árgangur- inn kr. 2,50 einsog fyrrum. Myndir af merkum bændum óskar hann að fá sem víðast að og helst fleiri en einum úr sömu bygðarlögum í einu. Leiðrétting. Á bls. 66 4. línu að ofan fyrir 100 les 60.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.