Sunnanfari - 01.04.1898, Blaðsíða 19
67
bragðs niálara, og þó varla. Því ekki gæti pens-
illinn geíið mönnum hugmynd um, hvernig t. a. m.
himinbláminn breyttist og mýktist þegar sólin hækk-
aði á loftinu, eða hvernig alt í einu brá nýj-
um ljóma yfir landið þegar tindrandi hvít jökul-
hvelfing yfir bláum hömrum gægðist upp yfir sjón-
deildarhringinn, og undir eins sást fagurblá sævar-
brún í lægð milli hálsa.
I austri gnæfir sú hin mikla mynd
hátt yfir sveit og höfði björtu svalar
I himinblámans fagurtærri lind.
Yudislega kemst Jónas Hallgrímsson þarna að orði,
og þó mætti finna það að því, að þegar himininn
er fagurtær, er hann einmitt ekki blár, heldur græn-
leitur eins og þarna uppi yfir Langjökli.
30 km. steinninn, ofarlega í Svíuahrauni er úr
mjög fallegu, brúnu, hörðu móbergi, og er það lík-
lega mjög gott til bygginga. Maðurinu á Hólnum
sagði steininn tekinn úr fjalli þar skamt fyrir
sunn an.
Það er annars fjarska margskonar móberg til
á Islandi; megnið af því mun hafa komið upp úr
eldgjám eða eldQöllum og var þá aska og hraun-
molar, sem síðar hefir límst saman og orðið að
föstu bergi. En auk þess er til móberg, sem mynd-
ast hefir við sjávarstrendur, í ám eða vötnum, og
loks undir jöklum ísaldarinnar. I Bolöldu fyrir
neðan Svínahraun sést móberg með vatns- og is-
núnum hnullungum, og er það að öllum líkindum
hörðnuð botnurð jökulsins milsla. Það væri ekki
lítið fróðlegt, ef til fulls yrði kunnur móbergsþátt-
urinn í sögu landsins, en þess mun nú laugt að
bíða.
„Dag skaL að kveldi lofa“. Þegar komið var
austur i Kamba, dró upp dökk og bólgin ský, er
skygðu yfir landið, svo að það varð dapurlegt
Vxtlits. Eallegur er Kambavegurinn nýi og sviplík-
ur norskum vegum.
Næsti dagur rann upp með storm og beljandi
rigningu, en veðrið lagaðist eftir dagmálin.
Erá Kögunarhól var skrítið að líta yfir landið.
Eyrarbakka og hverfin þar suður frá hylti uppi og
var því líkast, sem hið forna flóðástand væri aftur
komið, en byggingarnar stæðu upp úr vatninu.
Cxott var það, að Olfusárbrúin skyldi standast
heljarátök jarðskjálftanna, og er það furða, hvað lit-
ið hún hefir látið ásjást. I hraunklöppinni við
eystri brúarsporðinn eru margir skessukatlar, og
hafa hringiðurnar sorfið þá í bergið þegar árfarveg-
urinn lá nokkru hærra eu nú.
Mikið er af fuglum í Elóanum, en annars er
hann fremur leiðinlegur yfirferðar og hefir þó nýi
vegurinn bætt fjarska mikið úr skák.
í bakkanum upp með Þjórsá eru margar sprung-
ur eftir jarðskjálftaua.
Svo hefir mér verið sagt, að það hefði verið
í ráði, að „ná upp“ Þjórsá einhversstaðar ekki
langt frá Skeiðháholti og veita henni yfir Skeiðin.
Og maður þarf ekki að vera búfræðingur til þess að
manni blæði i augum öll sú fosfórsýra og annar á-
burður, sem Þjórsá nú þungum straumi flytur i haf
út, og hefir flutt um margar aldir. 80.000 kr. var
áætlað að fyrirtækið mundi kosta. 111 er fátæktin,
að geta nú ekki kostað þessu fé til, því að ekki er
ástæða til annars en ætla, að því mundi vel varið.
Maður sér í anda nautahjarðirnar vaðandi í kafa-
grasi á þessu sléttlendisflæmi, þar sem nú altof
viða eru gishærðar mýrar eða sköllóttar móa-
þúfur.
Það er skemtilegt að líta upp í Hreppana, neð-
an af Skeiðunum. Eellin eru svo falleg og marg-
breytileg og mæna eins og borgir eða kastalar yfir
grænt sléttlendið.
Og stórhöfðinglegt bæjarstæði þykir mér þar
sem Þrándarholt er. Hár, túngrænn, breiður hjalli
og brattur hamar fyrir oí’an. Hjallinn gengur út
undan fjallinu í löngum rana, og liggur svo inn
með því að vestan. Neðan að séð, virðist bærinn
Skarð liggja á sama hjallanum.
Þennan hjalla hafa öldurnar bygt, þegar þær
gengu lengst á land upp, eftir isöldina, og eru ein-
mitt þarna að öllum likindum fundin efstu sjávar-
mörk við suðurlandsundirlendið.
Grjótið í Þrándarhöltshjallauum er mjög vatns-
barið, alveg eins og fjörugrjót, og sést það á ein-
um stað, þar sem jarðveginn hefir blásið af. Ar-
hjalli getur þetta ekki verið, því að hér er opið,
flatt land fyrir framan; á hjallanum inn með fjall-
inu að vestan, er grjótið ekki nærri eins hnöttótt
eða vatnsbarið, og kemur það vel heim við, að þar
hlýtur að hafa verið lygn vík, en á rananum út at'
íjallinu hefir verið miklu meiri öldugangur. Bakk-
inn að Þjórsá þar austur af er allhár, og eru í
honum hallandi lög af möl og sandi, sem hefir
harðnað og orðið að molabergi (konglomerat). Eru
þetta auðsjáanlega gegnumskorin gömul fjörulög.
Undir bakkanum utar eru lárétt leirlög, og hefir
leirinn þar lagst fyrir á sléttum sjávarbotni fyrir
utan brimgarðinn. Til þess nú að söúnunin væri
fullkomin, þurfti að finna leifar af sjávardýrum í
leirnum, en það fann ég ekki, enda var tíminu stutt-
9*